George Shapiro látinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 09:19 George Shapiro við frumsýningu á kvikmyndinni If You're Not In The Obit, Eat Breakfast árið 2018. Getty/Michael Tullberg George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira