Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júní 2022 06:56 Biden segir Bandaríkjamenn munu standa með Úkraínumönnum alla leið. epa/Michael Reynolds New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“ Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira