Nadal áfram drottnari leirsins eftir sigur á Djokovic | Byrjuðu í maí en luku leik í júní Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 11:01 Rafael Nadal felldi tár er sigurinn var í höfn. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Rafael Nadal og Novak Djokovic mættust í uppgjöri tveggja af bestu tennisspilara allra tíma í átta manna úrslitum á Opna franska meistaramótinu sem fram fer á hinum fornfræga Roland Garros-velli í París. Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska. Tennis Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska.
Tennis Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira