Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2022 14:42 GPS mælir á toppi fjallsins Þorbjarnar. Veðurstofan/Benedikt Ófeigsson Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. Land reis um alls 5,0-5,5 sentímetra frá 28. apríl til 28. maí, með tilheyrandi skjálftavirkni, en síðan þá hefur lítið sem ekkert landris mælst á svæðinu. Síðustu daga mældust um 150 til 300 skjálfta á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest lét. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi, eins og fyrr segir. GPS gögn Veðurstofunnar sem sýna landrisið byrja í lok apríl en hætta síðan fyrir um fjórum dögum. Veðurstofa Íslands/GPS gögn Kvikuhreyfingar komi í lotum Veðurstofa segir kvikuhreyfingar líklegustu ástæðu aukinnar virkni og landriss á svæðinu undanfarnar vikur..Sé það tilfellið bendi nýjustu gögn til þess að dregið hafi verulega úr þessum kvikuhreyfingum vestur af Þorbirni. „Það er ljóst að ennþá er talsverð virkni á öllum Reykjanesskaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist aftur og komi í lotum eins og dæmin sanna, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega“, segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofunni. Þróun skjálftavirkninnar í kringum Þorbjörn frá 1. maí.Skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands Mikilvægast að afmarka umbrotasvæði Í tengslum við eldsumbrotin og virknina á Reykjanesskaga hafa vísindamenn unnið líkön út frá skjálftagögnum, GPS gögnum og gervihnattamyndum til að áætla staðsetningu og magn þeirrar kviku sem er á hreyfingu undir jarðskorpunni. Með þessum líkönum sé hægt að áætla hvort kvikan sé að hreyfast lárrétt eða lóðrétt og að einhverju marki afmarka möguleg umbrotasvæði ef til eldgoss kæmi. „Þegar kemur að vöktun á Reykjanesskaganum og viðbrögðum okkar við mögulegu eldgosi má segja að það sé mikilvægara að afmarka mögulegt umbrotasvæði, frekar en að segja til um hvort að eldgos hefjist í næstu viku eða eftir fjóra mánuði“ segir Michelle Parks, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem unnið hefur að líkangerðinni. Mynd sem sýnir afmörkun á kvikuhreyfingum út frá líkangerð. Á myndinni eru merkt fjögur kvikuinnskot sem orðið hafa frá því janúar 2020 þangað til í dag. Rauða brotalínan sýnir niðurstöður líkans á kvikuinnskotinu sem varð í síðasta mánuði.Michelle Parks/Ragnar Heiðar Þrastarson Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Land reis um alls 5,0-5,5 sentímetra frá 28. apríl til 28. maí, með tilheyrandi skjálftavirkni, en síðan þá hefur lítið sem ekkert landris mælst á svæðinu. Síðustu daga mældust um 150 til 300 skjálfta á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest lét. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi, eins og fyrr segir. GPS gögn Veðurstofunnar sem sýna landrisið byrja í lok apríl en hætta síðan fyrir um fjórum dögum. Veðurstofa Íslands/GPS gögn Kvikuhreyfingar komi í lotum Veðurstofa segir kvikuhreyfingar líklegustu ástæðu aukinnar virkni og landriss á svæðinu undanfarnar vikur..Sé það tilfellið bendi nýjustu gögn til þess að dregið hafi verulega úr þessum kvikuhreyfingum vestur af Þorbirni. „Það er ljóst að ennþá er talsverð virkni á öllum Reykjanesskaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist aftur og komi í lotum eins og dæmin sanna, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega“, segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofunni. Þróun skjálftavirkninnar í kringum Þorbjörn frá 1. maí.Skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands Mikilvægast að afmarka umbrotasvæði Í tengslum við eldsumbrotin og virknina á Reykjanesskaga hafa vísindamenn unnið líkön út frá skjálftagögnum, GPS gögnum og gervihnattamyndum til að áætla staðsetningu og magn þeirrar kviku sem er á hreyfingu undir jarðskorpunni. Með þessum líkönum sé hægt að áætla hvort kvikan sé að hreyfast lárrétt eða lóðrétt og að einhverju marki afmarka möguleg umbrotasvæði ef til eldgoss kæmi. „Þegar kemur að vöktun á Reykjanesskaganum og viðbrögðum okkar við mögulegu eldgosi má segja að það sé mikilvægara að afmarka mögulegt umbrotasvæði, frekar en að segja til um hvort að eldgos hefjist í næstu viku eða eftir fjóra mánuði“ segir Michelle Parks, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem unnið hefur að líkangerðinni. Mynd sem sýnir afmörkun á kvikuhreyfingum út frá líkangerð. Á myndinni eru merkt fjögur kvikuinnskot sem orðið hafa frá því janúar 2020 þangað til í dag. Rauða brotalínan sýnir niðurstöður líkans á kvikuinnskotinu sem varð í síðasta mánuði.Michelle Parks/Ragnar Heiðar Þrastarson
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00