Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 12:26 Fallist var á kröfu FG um fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma var hafnað Vísir/Vilhelm Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað. Fá greitt fyrir aukið álag á hættustundu Félag grunnskólakennara var stefnandi í málinu gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem var fulltrúi tveggja sveitarfélaga. Í málinu voru reifuð tvö ólík mál. Annars vegar krafa FG um að kjarasamningi væri fylgt og greitt 50 prósent álag fyrir fjarkennslu og hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. Samkvæmt niðurstöðu dómsins eiga kennarar, sem kenndu nemendum í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, rétt á að fá greitt 50% álag fyrir hverja kennslustund sem þeir inntu af hendi jafnvel þótt kennslan hafi farið fram þegar hæsta neyðarstig almannavarna var virkjað. Sambandið vísaði til bráðabirgðaákvæðis við lög um almannavarnir um að líta mætti á breytta kennsluhætti sem hluta af borgaralegri skyldu á tímum hæsta neyðarstigs. Dómurinn fellst ekki á þetta og ber atvinnurekanda að greiða fyrir vinnuna samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. Breyttar starfsskyldur Hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. FG fór fram á að kennari, sem alla jafna vann fjóra daga í viku en var gert að vinna fimm daga á tímum hæsta neyðarstigs, fengi greidda yfirvinnu fyrir vinnu á „fimmta deginum“. Vinnustundir kennarans voru í heild þær sömu og áður. Félagsdómur mat það svo að gerð hafi verið tímabundin breyting á starfsskyldum kennarans án þess að þær hafi verið auknar. Telur dómurinn breyttar starfsskyldur fá stoð í bráðabirgðaákvæði við lög um almannavarnir og „...skiptir grundvallarmáli að í þessu tilviki var vinnutími kennarans ekki aukinn og fjölgaði vinnustundum ekki frá því sem áður hafði verið ákveðið,“ segir í dómsorðinu. Að mati dómsins sé því ekki hægt að líta svo á kennarinn hafi innt af hendi vinnu umfram vinnuskyldu þannig að réttur skapist til greiðslu yfirvinnu og var kröfu FG um yfirvinnugreiðslu því hafnað. Nánari upplýsingar um dóminn má finna á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Kjaramál Dómsmál Skóla - og menntamál Fjarvinna Tengdar fréttir Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Fá greitt fyrir aukið álag á hættustundu Félag grunnskólakennara var stefnandi í málinu gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem var fulltrúi tveggja sveitarfélaga. Í málinu voru reifuð tvö ólík mál. Annars vegar krafa FG um að kjarasamningi væri fylgt og greitt 50 prósent álag fyrir fjarkennslu og hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. Samkvæmt niðurstöðu dómsins eiga kennarar, sem kenndu nemendum í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, rétt á að fá greitt 50% álag fyrir hverja kennslustund sem þeir inntu af hendi jafnvel þótt kennslan hafi farið fram þegar hæsta neyðarstig almannavarna var virkjað. Sambandið vísaði til bráðabirgðaákvæðis við lög um almannavarnir um að líta mætti á breytta kennsluhætti sem hluta af borgaralegri skyldu á tímum hæsta neyðarstigs. Dómurinn fellst ekki á þetta og ber atvinnurekanda að greiða fyrir vinnuna samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. Breyttar starfsskyldur Hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. FG fór fram á að kennari, sem alla jafna vann fjóra daga í viku en var gert að vinna fimm daga á tímum hæsta neyðarstigs, fengi greidda yfirvinnu fyrir vinnu á „fimmta deginum“. Vinnustundir kennarans voru í heild þær sömu og áður. Félagsdómur mat það svo að gerð hafi verið tímabundin breyting á starfsskyldum kennarans án þess að þær hafi verið auknar. Telur dómurinn breyttar starfsskyldur fá stoð í bráðabirgðaákvæði við lög um almannavarnir og „...skiptir grundvallarmáli að í þessu tilviki var vinnutími kennarans ekki aukinn og fjölgaði vinnustundum ekki frá því sem áður hafði verið ákveðið,“ segir í dómsorðinu. Að mati dómsins sé því ekki hægt að líta svo á kennarinn hafi innt af hendi vinnu umfram vinnuskyldu þannig að réttur skapist til greiðslu yfirvinnu og var kröfu FG um yfirvinnugreiðslu því hafnað. Nánari upplýsingar um dóminn má finna á vefsíðu Kennarasambands Íslands.
Kjaramál Dómsmál Skóla - og menntamál Fjarvinna Tengdar fréttir Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28