Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 18:38 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Sjá meira
Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Sjá meira