Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 18:38 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira