Einn stofnenda Bon Jovi látinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 10:25 Alec John Such á mynd árið 2004. AP/M. Kathleen Kelly/NJ Advance Media Alec John Such, upphaflegur bassaleikari og einn stofnenda glysrokksveitarinnar Bon Jovi, er látinn, sjötugur að aldri. Jon Bon Jovi sjálfur segir Such hafa leikið lykilhlutverk í myndun sveitarinnar. Hljómsveitin tilkynnti um andlát Such á hvítasunnudag en ekki hefur komið fram hvert banamein hans var. Such var bassaleikari Bon Jovi frá 1983 til 1994. Hann gekk síðar aftur í hljómsveitina þegar hún var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2018. Bon Jovi eignaði Such heiður af því að hljómsveitin kom fyrst saman. Hann var æskuvinur trommarans Tico Torres og fékk gítarleikarann og lagahöfundinn Richie Sambora til að gefa sveitinni gaum. Such var elsti meðlimur Bon Jovi og segir hann að útgáfufyrirtæki sveitarinnar hafi logið um aldur hans. „Ég var 31 árs þegar ég slóst í hópinn. Ég var drjúgum tíu árum eldri en hinir í hljómsveitinni. Systir mín varð á endanum virkilega reið vegna þess að í blöðunum var henni lýst sem eldri systur minni þó að hún væri yngri í raun og veru,“ sagði Such í viðtali eitt sinn. Aldursmunurinn leiddi að lokum til þess að Such sagði skilið við hljómsveitina árið 1994. „Þegar ég var 43 ára byrjaði ég að brenna út. Þetta var eins og vinna og mig langaði ekki til að vinna. Ástæðan fyrir því að ég fór í hljómsveit til að byrja með var að mig langaði ekki til þess að vinna,“ sagði Such. Tónlist Bandaríkin Andlát Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Hljómsveitin tilkynnti um andlát Such á hvítasunnudag en ekki hefur komið fram hvert banamein hans var. Such var bassaleikari Bon Jovi frá 1983 til 1994. Hann gekk síðar aftur í hljómsveitina þegar hún var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2018. Bon Jovi eignaði Such heiður af því að hljómsveitin kom fyrst saman. Hann var æskuvinur trommarans Tico Torres og fékk gítarleikarann og lagahöfundinn Richie Sambora til að gefa sveitinni gaum. Such var elsti meðlimur Bon Jovi og segir hann að útgáfufyrirtæki sveitarinnar hafi logið um aldur hans. „Ég var 31 árs þegar ég slóst í hópinn. Ég var drjúgum tíu árum eldri en hinir í hljómsveitinni. Systir mín varð á endanum virkilega reið vegna þess að í blöðunum var henni lýst sem eldri systur minni þó að hún væri yngri í raun og veru,“ sagði Such í viðtali eitt sinn. Aldursmunurinn leiddi að lokum til þess að Such sagði skilið við hljómsveitina árið 1994. „Þegar ég var 43 ára byrjaði ég að brenna út. Þetta var eins og vinna og mig langaði ekki til að vinna. Ástæðan fyrir því að ég fór í hljómsveit til að byrja með var að mig langaði ekki til þess að vinna,“ sagði Such.
Tónlist Bandaríkin Andlát Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira