Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 12:16 Lögreglumenn á vettvangi skotbardaga í Fíladelfíu á laugardag. Talið er að bardaginn hafi upphafist eftir átök nokkurra manna. Tveir þeirra þriggja sem létust eru taldir hafa verið saklausir vegfarendur. AP/Michael Perez Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. Tvö fjöldamorð með skotvopnum skóku bandarískt samfélag með skömmu millibili í síðasta mánuði. Fyrst skaut ungur hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo, knúinn áfram af kynþáttahyggju. Innan við viku síðar skaut annar ungur maður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas. Lítill hópur öldungadeildarþingmanna hóf í kjölfarið þreifingar til þess að miðla málum á milli flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi. Repúblikanar eru nær alfarið á móti hvers kyns aðgerðum sem þrengja rétt fólks til að kaupa og eiga byssur en demókratar hafa talað fyrir strangari skotvopnalöggjöf. Hugmyndirnar sem nú eru ræddar eru meðal annars að hvetja ríki til að setja sér svokölluð lög um „rauð flögg“ sem eiga að gera yfirvöldum kleift að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum geti keypt sér skotvopn. Einnig er til umræðu að auka öryggi skóla og bæta geðheilsu. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum, segir viðræðurnar snúnar en að hann hafi aldrei átt þátt í eins alvörugefnum og vel ígrunduðum umræðum um málefnið áður. Hann sé sannfærður um að þingmenn beggja flokka reyni í einlægni að ná samkomulagi um aðgerðir sem hægt sé að ná samstöðu um. Í svipaðan streng tekur Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu. Þó að niðurstaða sé ekki í hendi sé samkomulag nær seilingar en nokkru sinni á þingferli hans. Toomey átti þátt í frumvarpi um að herða bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn sem var fellt eftir fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Sandy Hook árið 2013. Lögregluborði á vettvangi skotárásar við næturklúbb í Chattanooga í Tennessee.AP/Tierra Hayes/Chattanooga Times Tíu skotnir til bana yfir hvítasunnuhelgina Biden forseti vildi ganga mun lengra í að herða skotvopnalöggjöfina í ávarpi sem hann hélt á fimmtudag. Þar talaði hann um að endurnýja bann við árásarrifflum sem þingið lét renna út árið 2004, að auka verulega eftirlit alríkisyfirvalda með byssukaupendum og að svipta vopnaframleiðendur friðhelgi fyrir málsóknum. Washington Post segir að búist sé við að viðræður þingmannahópsins haldi áfram næstu daga á meðan þingmennirnir reyni að sannfæra nógu marga repúblikana um að styðja frumvarp. Einfaldan meirihluta þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvörp nema þingmaður lýsi því yfir að hann ætli að stöðva það með málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka frumvarp til efnislegrar umræðu. Repúblikanar beita þeim málþófsrétti til að stöðva nær öll frumvörp demókrata sem fara formlega með meirihluta í öldungadeildinni þrátt fyrir að flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. Í millitíðinni halda mannskæðar skotárásir áfram. Tíu voru skotnir til bana í skotárásum í Fíladelfíu, Tennessee, Suður-Karólínu og Michigan yfir hvítasunnuhelgina. Þar af voru þrír skotnir til bana og ellefu særðir þegar nokkrir vopnaðir menn hófu skothríð á fjölfarinni götu í Fíladelfíu seint á laugardagskvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Í bænum Chattanooga í Tennesse létust þrír og fjórtán særðust eftir að skothríð hófst við næturklúbb aðfaranótt sunnudags. Lögregla segir að tveir þeirra látnu hafi fallið fyrir byssukúlu en að ekið hafi verið á þann þriðja. Borgarstjórinn þar, sem er óháður, kalaði eftir því að Bandaríkjaþing kæmi sér saman um skynsamlegar aðgerðir til að taka á byssuofbeldi. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Tvö fjöldamorð með skotvopnum skóku bandarískt samfélag með skömmu millibili í síðasta mánuði. Fyrst skaut ungur hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo, knúinn áfram af kynþáttahyggju. Innan við viku síðar skaut annar ungur maður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas. Lítill hópur öldungadeildarþingmanna hóf í kjölfarið þreifingar til þess að miðla málum á milli flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi. Repúblikanar eru nær alfarið á móti hvers kyns aðgerðum sem þrengja rétt fólks til að kaupa og eiga byssur en demókratar hafa talað fyrir strangari skotvopnalöggjöf. Hugmyndirnar sem nú eru ræddar eru meðal annars að hvetja ríki til að setja sér svokölluð lög um „rauð flögg“ sem eiga að gera yfirvöldum kleift að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum geti keypt sér skotvopn. Einnig er til umræðu að auka öryggi skóla og bæta geðheilsu. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum, segir viðræðurnar snúnar en að hann hafi aldrei átt þátt í eins alvörugefnum og vel ígrunduðum umræðum um málefnið áður. Hann sé sannfærður um að þingmenn beggja flokka reyni í einlægni að ná samkomulagi um aðgerðir sem hægt sé að ná samstöðu um. Í svipaðan streng tekur Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu. Þó að niðurstaða sé ekki í hendi sé samkomulag nær seilingar en nokkru sinni á þingferli hans. Toomey átti þátt í frumvarpi um að herða bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn sem var fellt eftir fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Sandy Hook árið 2013. Lögregluborði á vettvangi skotárásar við næturklúbb í Chattanooga í Tennessee.AP/Tierra Hayes/Chattanooga Times Tíu skotnir til bana yfir hvítasunnuhelgina Biden forseti vildi ganga mun lengra í að herða skotvopnalöggjöfina í ávarpi sem hann hélt á fimmtudag. Þar talaði hann um að endurnýja bann við árásarrifflum sem þingið lét renna út árið 2004, að auka verulega eftirlit alríkisyfirvalda með byssukaupendum og að svipta vopnaframleiðendur friðhelgi fyrir málsóknum. Washington Post segir að búist sé við að viðræður þingmannahópsins haldi áfram næstu daga á meðan þingmennirnir reyni að sannfæra nógu marga repúblikana um að styðja frumvarp. Einfaldan meirihluta þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvörp nema þingmaður lýsi því yfir að hann ætli að stöðva það með málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka frumvarp til efnislegrar umræðu. Repúblikanar beita þeim málþófsrétti til að stöðva nær öll frumvörp demókrata sem fara formlega með meirihluta í öldungadeildinni þrátt fyrir að flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. Í millitíðinni halda mannskæðar skotárásir áfram. Tíu voru skotnir til bana í skotárásum í Fíladelfíu, Tennessee, Suður-Karólínu og Michigan yfir hvítasunnuhelgina. Þar af voru þrír skotnir til bana og ellefu særðir þegar nokkrir vopnaðir menn hófu skothríð á fjölfarinni götu í Fíladelfíu seint á laugardagskvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Í bænum Chattanooga í Tennesse létust þrír og fjórtán særðust eftir að skothríð hófst við næturklúbb aðfaranótt sunnudags. Lögregla segir að tveir þeirra látnu hafi fallið fyrir byssukúlu en að ekið hafi verið á þann þriðja. Borgarstjórinn þar, sem er óháður, kalaði eftir því að Bandaríkjaþing kæmi sér saman um skynsamlegar aðgerðir til að taka á byssuofbeldi.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13
Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31