Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 10:13 Landsbankinn hefur hækkað verðbólguspá sína. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. Verðbólguspáin er sömuleiðis nokkuð svartari en hjá Greiningu Íslandsbanka sem gerir ráð fyrir því að ársverðbólga muni mælast 8,4% í júnímánuði. Því er spáð í nýrri Hagsjá Landsbankans að matarverð, reiknuð húsaleiga, eldsneyti og flugfargjöld muni skýra 80% af hækkun verðlags milli mánaða. Í spá sem bankinn birti var í maí var gert ráð fyrir 0,8% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða en hann spáir nú 1,3% hækkun milli maí og júní. Hagfræðideild Landsbankans á von á því að dæluverð eldsneytis hækki um 8% milli mánaða vegna hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu en fram kemur í Hagsjánni að bensínverð hafi einungis tvisvar hækkað meira en 8% frá því að mælingar hófust árið 1997. Það var í mars síðastliðnum og í apríl 2009 þegar bensínverð hækkaði um 8,2%. Hagfræðideild Landsbankans spáir nú 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí, 0,7% hækkun í ágúst og 0,1% hækkun í september. Gangi þetta eftir mun verðbólgan fara hæst í 9,1% í ágúst áður en hún lækkar í 8,7% í september. Hagstofan birtir nýjar verðbólgutölur þann 29. júní. Verðlag Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13. júní 2022 14:35 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Verðbólguspáin er sömuleiðis nokkuð svartari en hjá Greiningu Íslandsbanka sem gerir ráð fyrir því að ársverðbólga muni mælast 8,4% í júnímánuði. Því er spáð í nýrri Hagsjá Landsbankans að matarverð, reiknuð húsaleiga, eldsneyti og flugfargjöld muni skýra 80% af hækkun verðlags milli mánaða. Í spá sem bankinn birti var í maí var gert ráð fyrir 0,8% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða en hann spáir nú 1,3% hækkun milli maí og júní. Hagfræðideild Landsbankans á von á því að dæluverð eldsneytis hækki um 8% milli mánaða vegna hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu en fram kemur í Hagsjánni að bensínverð hafi einungis tvisvar hækkað meira en 8% frá því að mælingar hófust árið 1997. Það var í mars síðastliðnum og í apríl 2009 þegar bensínverð hækkaði um 8,2%. Hagfræðideild Landsbankans spáir nú 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí, 0,7% hækkun í ágúst og 0,1% hækkun í september. Gangi þetta eftir mun verðbólgan fara hæst í 9,1% í ágúst áður en hún lækkar í 8,7% í september. Hagstofan birtir nýjar verðbólgutölur þann 29. júní.
Verðlag Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13. júní 2022 14:35 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13. júní 2022 14:35
Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19