Þingi frestað fram í september Bjarki Sigurðsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. júní 2022 07:08 Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí. Vísir/Vilhelm Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent