Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2022 11:53 Verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira