Konur, friður og öryggi Stella Samúelsdóttir skrifar 22. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun