400 millilítrar: Breytingar á stærð bjórglasa ekki samsæri Snorri Másson skrifar 21. júní 2022 09:26 Efnahagsmálin voru til umræðu í Íslandi í dag, þar sem Jón Mýrdal veitingamaður sat fyrir svörum. Allt hefur hækkað – þar á meðal bjór, en bjórinn fæst nánast hvergi ódýrari en á um 1.300 krónur þessa dagana. Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“ Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“
Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira