„Ghislaine Maxwell mistnotaði ungar stúlkur kynferðislega árum saman. Það er erfitt að gera of mikið úr glæpum hennar og þeim skaða sem hún olli. Glæpir hennar kalla á réttlæti,“ sögðu saksóknarar í umsögn sinni til dómstólsins í New York í gær.
Verjendur Maxwell hafa kallað eftir því að hún verði dæmd í vel undir 20 ára fangelsi en það er undir dómaranum komið hvað verður. Ákvörðunar hans er að vænta eftir um það bil viku.
Saksóknararnir í málinu segja Maxwell hafa verið skipulagða og útsmogna í glæpum sínum. Hún hafi setið um ungar stúlkur og skapað þær aðstæður sem leiddu til þess að þær voru misnotaðar kynferðislega.
Þeir segja gjörðir Maxwell ekki aðeins hafa endurspeglað lítilsvirðingu fyrir öðrum manneskjum heldur einnig að í hennar augum hafi ungar stúlkur í erfiðum aðstæðum ekki verið annað en hlutir sem máttu síðan missa sín þegar þeir höfðu verið notaðir.