Uppeldisleikritið – hver er þinn söguþráður? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 23. júní 2022 09:31 Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun