Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 14:39 Dómararnir níu við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fimm þeirra samþykktu að svipta konur réttinum til þungunarrofs í gær. Vísir/EPA Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu. Tímamótadómi Hæstaréttar sem sneri við tæplega hálfrar aldra gömlu dómafordæmi um að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggi konum rétt til þungunarrofs hefur verið tekið fagnandi af andstæðingum þungunarrofs. Stuðningsfólk réttinda kvenna segja dóminn hins vegar svipta konur grundvallarfrelsi til að ráða eigin líkama. Þá óttast margir að íhaldsmennirnir við Hæstarétt, sem eru í öruggum meirihluta, eigi eftir að halda áfram að svipta fólk réttindum sem þeim hafa fram að þessu verið túlkuð í stjórnarskrá. Sum þeirra byggja enda á sömu forsendum og réttur kvenna til þungunarrofs fyrir viðsnúninginn í gær. Frjálslyndu dómararnir þrír sem skiluðu séráliti eru á meðal þeirra sem deila þeim áhyggjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur réttindi sem byggja á fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar um að ríki megi ekki skerða réttindi borgaranna án réttlátrar málsmeðferðar geti nú verið í hættu ef rétturinn beitir sömu túlkun til að endurskoða eldri tímamótadóma. Á meðal þeirra er dómur frá 1965 um að hjón eigi rétt á að kaupa getnaðarvarnir, dómur frá 1967 um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum, dómur frá 2003 um kynlíf samkynhneigðra og dómur frá 2015 um hjónabönd samkynhneigðra. Eins og að lofa að Jenga-turninn hrynji ekki Dómararnir þrír gáfu lítið fyrir fullyrðingar Samuels Alito, íhaldsdómarans sem skrifaði meirihlutaálitið, um að dómurinn hefði ekki þýðingu fyrir fordæmi um önnur mál en þungunarrof. „Hugsið ykkur einhvern sem segir ykkur að Jenga-turninn muni einfaldlega ekki hrynja,“ sögðu dómararnir í minnihlutaáliti sínu og vísuðu til leiksins Jenga sem gengur út á að raða upp trébitum í turn sem hrynur óhjákvæmilega á endanum. „Annað hvort er lunginn af meirihlutaálitinu hræsni eða öðrum stjórnarskrárvörðum réttindum er ógnað, það er annað tveggja,“ skrifuðu þau Stephen Breyer, Elena Kagan og Sonia Sotomayor. "Either the mass of the majority's opinion is hypocrisy, or additional constitutional rights are under threat. It is one or the other." pic.twitter.com/mQ77HWhPp3— southpaw (@nycsouthpaw) June 24, 2022 Sérálit sem Clarence Thomas, einn íhaldsamasti dómarinn við Hæstarétt, skilaði í málinu grefur einnig nokkuð undan fullyrðingum Alito um að dómurinn í málinu gær hafi ekki áhrif á önnur dómafordæmi réttarins. Thomas skrifaði þannig að að hans mati ætti rétturinn að endurskoð öll önnur fordæmi sem byggja á rétti til sanngjarnrar málsmeðferðir til að leiðrétta mistök sem hefðu verið gerð í fyrir dómum. Nefndi hann sérstaklega dómana um rétt fólks til getnaðarvarna, hjónabönd samkynhneigðra og um að ríki megi ekki banna kynlíf samkynhneigðra. In a solo concurring opinion, Thomas says the court should reconsider rulings that protect contraception, same-sex relationships, and same-sex marriage. pic.twitter.com/zcQNko6NVR— Matt Ford (@fordm) June 24, 2022 Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Tímamótadómi Hæstaréttar sem sneri við tæplega hálfrar aldra gömlu dómafordæmi um að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggi konum rétt til þungunarrofs hefur verið tekið fagnandi af andstæðingum þungunarrofs. Stuðningsfólk réttinda kvenna segja dóminn hins vegar svipta konur grundvallarfrelsi til að ráða eigin líkama. Þá óttast margir að íhaldsmennirnir við Hæstarétt, sem eru í öruggum meirihluta, eigi eftir að halda áfram að svipta fólk réttindum sem þeim hafa fram að þessu verið túlkuð í stjórnarskrá. Sum þeirra byggja enda á sömu forsendum og réttur kvenna til þungunarrofs fyrir viðsnúninginn í gær. Frjálslyndu dómararnir þrír sem skiluðu séráliti eru á meðal þeirra sem deila þeim áhyggjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur réttindi sem byggja á fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar um að ríki megi ekki skerða réttindi borgaranna án réttlátrar málsmeðferðar geti nú verið í hættu ef rétturinn beitir sömu túlkun til að endurskoða eldri tímamótadóma. Á meðal þeirra er dómur frá 1965 um að hjón eigi rétt á að kaupa getnaðarvarnir, dómur frá 1967 um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum, dómur frá 2003 um kynlíf samkynhneigðra og dómur frá 2015 um hjónabönd samkynhneigðra. Eins og að lofa að Jenga-turninn hrynji ekki Dómararnir þrír gáfu lítið fyrir fullyrðingar Samuels Alito, íhaldsdómarans sem skrifaði meirihlutaálitið, um að dómurinn hefði ekki þýðingu fyrir fordæmi um önnur mál en þungunarrof. „Hugsið ykkur einhvern sem segir ykkur að Jenga-turninn muni einfaldlega ekki hrynja,“ sögðu dómararnir í minnihlutaáliti sínu og vísuðu til leiksins Jenga sem gengur út á að raða upp trébitum í turn sem hrynur óhjákvæmilega á endanum. „Annað hvort er lunginn af meirihlutaálitinu hræsni eða öðrum stjórnarskrárvörðum réttindum er ógnað, það er annað tveggja,“ skrifuðu þau Stephen Breyer, Elena Kagan og Sonia Sotomayor. "Either the mass of the majority's opinion is hypocrisy, or additional constitutional rights are under threat. It is one or the other." pic.twitter.com/mQ77HWhPp3— southpaw (@nycsouthpaw) June 24, 2022 Sérálit sem Clarence Thomas, einn íhaldsamasti dómarinn við Hæstarétt, skilaði í málinu grefur einnig nokkuð undan fullyrðingum Alito um að dómurinn í málinu gær hafi ekki áhrif á önnur dómafordæmi réttarins. Thomas skrifaði þannig að að hans mati ætti rétturinn að endurskoð öll önnur fordæmi sem byggja á rétti til sanngjarnrar málsmeðferðir til að leiðrétta mistök sem hefðu verið gerð í fyrir dómum. Nefndi hann sérstaklega dómana um rétt fólks til getnaðarvarna, hjónabönd samkynhneigðra og um að ríki megi ekki banna kynlíf samkynhneigðra. In a solo concurring opinion, Thomas says the court should reconsider rulings that protect contraception, same-sex relationships, and same-sex marriage. pic.twitter.com/zcQNko6NVR— Matt Ford (@fordm) June 24, 2022
Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24