Peningarnir á EM kvenna Björn Berg Gunnarsson skrifar 1. júlí 2022 08:01 Evrópumót kvenna í knattspyrnu verður haldið á Englandi nú í júlí. Íslenska landsliðið mætir til leiks með sterkari hóp en nokkru sinni fyrr og útlit er fyrir að um verði að ræða eitt umfangsmesta og glæsilegasta stórmót í knattspyrnu kvenna sem haldið hefur verið. Á fjárhagslegan mælikvarða liggur fyrir að EM 2022 verður langstærsta Evrópumót kvenna hingað til. Evrópska knattspyrnusambandið UEFA útfærir nú fyrirkomulag greiðslna til landsliða og félagsliða leikmanna með sama hætti og á EM karla og munu heildar greiðslur þess til þátttakenda vel ríflega tvöfaldast frá Evrópumótinu í Hollandi árið 2017. Ýmislegt áhugavert leynist bak við tjöld þessa spennandi stórmóts og því ekki úr vegi að líta á það helsta sem finna má á fjármálahliðinni. Verðlaunafé og greiðslur Á EM 2017 fengu knattspyrnusambönd þáttökuþjóðanna 69 milljónir króna að meðaltali millifærðar frá UEFA vegna þátttöku á mótinu. Nú verður þessi fjárhæð tvöfölduð í 138 milljónir. Ekkert hefur verið gefið upp um hvort leikmenn íslenska liðsins fái hluta þeirra greiðslu. Þar að auki munu félagslið leikmanna fá í það minnsta 1,4 milljónir króna fyrir þátttöku hvers leikmanns, en greiðslan eykst örlítið fyrir hvern leik sem landsliðið spilar umfram leiki í riðlakeppni mótsins. Valur og Bayern Munchen eiga því sem dæmi von á ríflega 4 milljónum króna, Breiðablik 2,8 milljónum og Selfoss 1,4, svo dæmi séu tekin. 60% greiðslna UEFA til knattspyrnusambanda eru staðlaðar til allra liða en 40% árangurstengdar. Í fyrsta sinn verður greitt fyrir hvert jafntefli og hvern sigur í riðlakeppni mótsins. Greiðslurnar hafa sannarlega aukist talsvert hlutfallslega en þrátt fyrir það er langur vegur frá því að fjárhæðir greiðslna í tengslum við þátttöku á EM karla og EM kvenna séu sambærilegar. Fari svo að Ísland verði Evrópumeistari í sumar og sigri alla sína leiki á mótinu mun Knattspyrnusamband Íslands eiga von á 288 milljónum króna í verðlaunafé. Ítalska karlalandsliðið, sem vann alla sína leiki á EM 2020, hlaut þó að launum 4,7 milljarða króna, 16 sinnum hærri fjárhæð og meiru en sem nemur heildarverðlaunafé allra Evrópumóta kvenna frá upphafi, að 2022 meðtöldu. Rekstrarreikningur mótsins Þrátt fyrir gríðarlegan kynjamun hvað fjárhæðir greiðslna varðar er fyrirkomulag þeirra, eins og áður segir, sambærilegt. Rekstur móta karla og kvenna er þó gjörólíkur. UEFA lítur á EM karla sem mikilvæga tekjulind, lætur gestgjafana taka reikninginn en hirðir nær allar tekjur sjálft. Tekjur og gjöld vegna EM kvenna eru þó enn óverulegar fjárhæðir í samanburði við annan rekstur UEFA og lítið er gefið upp um það sem finna má í bókhaldinu. Í gegnum tíðina hefur UEFA haft tekjur af sölu réttar til sjónvarpsútsendinga frá EM kvenna, sem ætla má að skili umtalsvert meiri fjárhæðum nú í ár en áður. Aðrar tekjur af kvennamótum hafa þó að miklu leyti runnið til gestgjafanna. Kostnaður við framkvæmd mótsins að þessu sinni er lítill, til dæmis voru engar meiriháttar framkvæmdir við þá leikvanga sem leikið verður á. Eftir því sem fjármálahlið kvennamóta vex má ætla að UEFA taki sér stærri skerf af tekjum. Áhorf Þrátt fyrir réttmætar athugsemdir um að íslenska landsliðið leiki á skammarlega litlum velli í Manchesterborg er leikvangur kvennaliðs Manchester City undantekningin á mótinu. Sem dæmi um þá leikvanga sem nýttir verða eru Bramall Lane í Sheffield, Old Trafford í Manchester og hinn nýi og glæsilegi Brentford Community Stadium í London. Þá fer úrslitaleikurinn fram á sjálfum Wembley. Væntingar standa til um að fleiri en 15.000 áhorfendur sæki leiki mótsins að meðaltali, sem eru tvöfalt fleiri en þeir 7.743 sem sáu leiki EM 2017. Sé þessi áhorfendafjöldi borinn samann við fjölda þeirra sem sótt hafa Evrópumót karla sést glöggt hve munurinn er að minnka. Þó skal sá fyrirvari settur við EM karla 2020 að þá var Covid-faraldurinn en á fleygiferð um álfuna og takmarkaður sætafjöldi í boði. Til að freista þess að fylla leikvanga hefur miðaverði verið stillt í hóf. Miði á leik í riðlakeppni EM karla 2020 kostaði sem dæmi frá þrisvar sinnum til sexfalt meira en á sambærilegan leik nú í sumar og jókst munurinn eftir því sem lengra var liðið á keppnina. Þannig kostaði miði á úrslitaleik Ítalíu og Englands á EM 2020 um tuttugufalt meira en á úrslitaleik EM í sumar. Mest verður áhorfið þó að sjálfsögðu í sjónvarpinu og þar er kvennaboltinn sömuleiðis í miklum vexti. Sá vöxtur er mikilvægur fyrir framtíð stórmóta kvenna í knattspyrnu, þar sem aukið áhorf skilar hærri fjárhæðum vegna kaupa á sjónvarpsrétti og auglýsingum. Spennandi tímar framundan Undanfarin ár hefur átt sér stað bylting á fjármálahlið kvennaknattspyrnu í Evrópu. Síðustu stórmót hafa verið af allt annarri stærðargráðu og vakið mun meiri athygli en á árum áður og þá hefur atvinnumennska í álfunni stóraukist. Ein helsta breytingin, sem við munum vafalaust taka eftir á EM í sumar, er að viðhorf yfirvalda knattspyrnunnar í álfunni, UEFA, virðist hafa breyst. Það er örstutt síðan stórmót voru haldin á gervigrasi og ekkert verðlaunafé var greitt. Framtíð fjármálahliðar Evrópumóta kvenna er björt, því allt vinnur þetta saman. Eftir því sem mótunum er gert hærra undir höfði munu þau vekja meiri athygli. Meiri athygli fylgja hærri fjárhæðir og veglegri greiðslur til þátttakenda auk meiri tekna fyrir UEFA. Hjá sambandinu eru peningar upphafið og endir alls og munu auknar tekjur af EM kvenna hvetja UEFA til að ýta undir enn frekari vöxt. Hvað varðar íslensku stelpurnar felast heilmikil tækifæri í þessum vexti, ekki síst þegar litið er á aukna atvinnumöguleika. 250 milljónir uppsafnaðra áhorfa er gríðarleg tala og ég er ekki í nokkrum vafa um að þær munu nýta tækifærið til fullnustu til að sanna fyrir umheiminum það sem við hér á landi vitum nú þegar, að þær eru meðal þeirra bestu í greininni. Vonandi nógu góðar til að þurfa að bóka viðbótarsæti fyrir bikar á leiðinni heim að móti loknu, en engin pressa! Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Evrópumót kvenna í knattspyrnu verður haldið á Englandi nú í júlí. Íslenska landsliðið mætir til leiks með sterkari hóp en nokkru sinni fyrr og útlit er fyrir að um verði að ræða eitt umfangsmesta og glæsilegasta stórmót í knattspyrnu kvenna sem haldið hefur verið. Á fjárhagslegan mælikvarða liggur fyrir að EM 2022 verður langstærsta Evrópumót kvenna hingað til. Evrópska knattspyrnusambandið UEFA útfærir nú fyrirkomulag greiðslna til landsliða og félagsliða leikmanna með sama hætti og á EM karla og munu heildar greiðslur þess til þátttakenda vel ríflega tvöfaldast frá Evrópumótinu í Hollandi árið 2017. Ýmislegt áhugavert leynist bak við tjöld þessa spennandi stórmóts og því ekki úr vegi að líta á það helsta sem finna má á fjármálahliðinni. Verðlaunafé og greiðslur Á EM 2017 fengu knattspyrnusambönd þáttökuþjóðanna 69 milljónir króna að meðaltali millifærðar frá UEFA vegna þátttöku á mótinu. Nú verður þessi fjárhæð tvöfölduð í 138 milljónir. Ekkert hefur verið gefið upp um hvort leikmenn íslenska liðsins fái hluta þeirra greiðslu. Þar að auki munu félagslið leikmanna fá í það minnsta 1,4 milljónir króna fyrir þátttöku hvers leikmanns, en greiðslan eykst örlítið fyrir hvern leik sem landsliðið spilar umfram leiki í riðlakeppni mótsins. Valur og Bayern Munchen eiga því sem dæmi von á ríflega 4 milljónum króna, Breiðablik 2,8 milljónum og Selfoss 1,4, svo dæmi séu tekin. 60% greiðslna UEFA til knattspyrnusambanda eru staðlaðar til allra liða en 40% árangurstengdar. Í fyrsta sinn verður greitt fyrir hvert jafntefli og hvern sigur í riðlakeppni mótsins. Greiðslurnar hafa sannarlega aukist talsvert hlutfallslega en þrátt fyrir það er langur vegur frá því að fjárhæðir greiðslna í tengslum við þátttöku á EM karla og EM kvenna séu sambærilegar. Fari svo að Ísland verði Evrópumeistari í sumar og sigri alla sína leiki á mótinu mun Knattspyrnusamband Íslands eiga von á 288 milljónum króna í verðlaunafé. Ítalska karlalandsliðið, sem vann alla sína leiki á EM 2020, hlaut þó að launum 4,7 milljarða króna, 16 sinnum hærri fjárhæð og meiru en sem nemur heildarverðlaunafé allra Evrópumóta kvenna frá upphafi, að 2022 meðtöldu. Rekstrarreikningur mótsins Þrátt fyrir gríðarlegan kynjamun hvað fjárhæðir greiðslna varðar er fyrirkomulag þeirra, eins og áður segir, sambærilegt. Rekstur móta karla og kvenna er þó gjörólíkur. UEFA lítur á EM karla sem mikilvæga tekjulind, lætur gestgjafana taka reikninginn en hirðir nær allar tekjur sjálft. Tekjur og gjöld vegna EM kvenna eru þó enn óverulegar fjárhæðir í samanburði við annan rekstur UEFA og lítið er gefið upp um það sem finna má í bókhaldinu. Í gegnum tíðina hefur UEFA haft tekjur af sölu réttar til sjónvarpsútsendinga frá EM kvenna, sem ætla má að skili umtalsvert meiri fjárhæðum nú í ár en áður. Aðrar tekjur af kvennamótum hafa þó að miklu leyti runnið til gestgjafanna. Kostnaður við framkvæmd mótsins að þessu sinni er lítill, til dæmis voru engar meiriháttar framkvæmdir við þá leikvanga sem leikið verður á. Eftir því sem fjármálahlið kvennamóta vex má ætla að UEFA taki sér stærri skerf af tekjum. Áhorf Þrátt fyrir réttmætar athugsemdir um að íslenska landsliðið leiki á skammarlega litlum velli í Manchesterborg er leikvangur kvennaliðs Manchester City undantekningin á mótinu. Sem dæmi um þá leikvanga sem nýttir verða eru Bramall Lane í Sheffield, Old Trafford í Manchester og hinn nýi og glæsilegi Brentford Community Stadium í London. Þá fer úrslitaleikurinn fram á sjálfum Wembley. Væntingar standa til um að fleiri en 15.000 áhorfendur sæki leiki mótsins að meðaltali, sem eru tvöfalt fleiri en þeir 7.743 sem sáu leiki EM 2017. Sé þessi áhorfendafjöldi borinn samann við fjölda þeirra sem sótt hafa Evrópumót karla sést glöggt hve munurinn er að minnka. Þó skal sá fyrirvari settur við EM karla 2020 að þá var Covid-faraldurinn en á fleygiferð um álfuna og takmarkaður sætafjöldi í boði. Til að freista þess að fylla leikvanga hefur miðaverði verið stillt í hóf. Miði á leik í riðlakeppni EM karla 2020 kostaði sem dæmi frá þrisvar sinnum til sexfalt meira en á sambærilegan leik nú í sumar og jókst munurinn eftir því sem lengra var liðið á keppnina. Þannig kostaði miði á úrslitaleik Ítalíu og Englands á EM 2020 um tuttugufalt meira en á úrslitaleik EM í sumar. Mest verður áhorfið þó að sjálfsögðu í sjónvarpinu og þar er kvennaboltinn sömuleiðis í miklum vexti. Sá vöxtur er mikilvægur fyrir framtíð stórmóta kvenna í knattspyrnu, þar sem aukið áhorf skilar hærri fjárhæðum vegna kaupa á sjónvarpsrétti og auglýsingum. Spennandi tímar framundan Undanfarin ár hefur átt sér stað bylting á fjármálahlið kvennaknattspyrnu í Evrópu. Síðustu stórmót hafa verið af allt annarri stærðargráðu og vakið mun meiri athygli en á árum áður og þá hefur atvinnumennska í álfunni stóraukist. Ein helsta breytingin, sem við munum vafalaust taka eftir á EM í sumar, er að viðhorf yfirvalda knattspyrnunnar í álfunni, UEFA, virðist hafa breyst. Það er örstutt síðan stórmót voru haldin á gervigrasi og ekkert verðlaunafé var greitt. Framtíð fjármálahliðar Evrópumóta kvenna er björt, því allt vinnur þetta saman. Eftir því sem mótunum er gert hærra undir höfði munu þau vekja meiri athygli. Meiri athygli fylgja hærri fjárhæðir og veglegri greiðslur til þátttakenda auk meiri tekna fyrir UEFA. Hjá sambandinu eru peningar upphafið og endir alls og munu auknar tekjur af EM kvenna hvetja UEFA til að ýta undir enn frekari vöxt. Hvað varðar íslensku stelpurnar felast heilmikil tækifæri í þessum vexti, ekki síst þegar litið er á aukna atvinnumöguleika. 250 milljónir uppsafnaðra áhorfa er gríðarleg tala og ég er ekki í nokkrum vafa um að þær munu nýta tækifærið til fullnustu til að sanna fyrir umheiminum það sem við hér á landi vitum nú þegar, að þær eru meðal þeirra bestu í greininni. Vonandi nógu góðar til að þurfa að bóka viðbótarsæti fyrir bikar á leiðinni heim að móti loknu, en engin pressa! Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar