Þarf að tryggja hlutleysi dómara með ofgreiddum launum? Eva Hauksdóttir skrifar 2. júlí 2022 14:01 Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eva Hauksdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar