Skrifaði undir nýjan samning með vinstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir skrifar undir samning sinn við Bayern München en hún þurfti að nota vinstri hendi þar sem sú hægri var enn í gifsi. Instagram/@ceciliaranr Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri. Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56
Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00
Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti