Lífið

Stórleikarinn James Caan er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
James Caan var 82 ára gamall.
James Caan var 82 ára gamall. Getty/Marc Piasecki

Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan.

Í tilkynningu fjölskyldunnar segir að Caan hafi fallið frá í gærkvöldi, 6. júlí.

Caan er hvað þekktastur fyrir leik sinn í The Godfather og Brian‘s Song. Hann lék einnig í Misery, Dick Tracy, Thief og mörgum öðrum myndum og þáttaröðum.

James Edmund Caan fæddist í Now York árið 1940 en hann lifði stormasömu lífi í gegnum árin.

Leikaraferill hans tók stakkaskiptum eftir að hann lék í Brian‘s Song. Þá réði Francis Ford Coppola hann til að leika hinn blóðheita Santino Corleone í Godfather eitt og tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.