Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2022 20:04 Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum eru vitlaus í ísinn á bænum. Hér er Helga að gefa svíni ís framleiddan á bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson mjólkurfræðingur reka myndarlegt kúabúa á Erpsstöðum en þau eru líka með skemmtilega sveitaverslun, sem selur framleiðsluvörur búsins. Rjómabúið var stofnað 2009 þegar ísframleiðslan hófst og síðan hefur starfsemin vaxið og vaxið með fjölbreyttu vöruúrvali af búinu. Erpsstaðir eru vinsæll staður hjá ferðamönnum. „Já, ég held að hann sé orðinn bara ansi þekktur, nafnið orðið þekkt og já, já, við erum að fá mjög mikið af gestum yfir hásumarið,“ segir Helga. Erpsstaðir eru vinsæll staður hjá ferðamönnum að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga segir að það sem af er sumri hafi verið mjög gott og hún á von á því að það verði þannig fram á haust enda mikið af ferðamönnum á ferðinni á svæðinu. Er þetta ekki bara ótrúlega skemmtilegt? "Jú, þetta er mjög skemmilegt. Kannski er þetta líka skemmtilegt af því að þetta er vertíð, svo þegar haustið kemur þá fer maður í sína daglegu rútínu og verður bara venjulegur bóndi.“ Broddurinn á Erpsstöðum er alltaf mjög vinsæll. Hér er Helga með tvær flöskur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga segir að rjómaísinn sé lang vinsælastur á vörum Erpsstaða en það er ekki bara mannfólkið sem er hrifið af ísnum, nei, nei, svínin á bænum elska líka ísinn. Ísinn er vinsælasta varan á Erpsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, ísinn er mjög vinsæll hjá svínunum, þau geta étið endalaust af honum“, segir Helga og hlær. Bændurnir á Erpsstöðum eru að standa sig ótrúlega vel og gera góða hluti á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebook síða Erpsstaða Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson mjólkurfræðingur reka myndarlegt kúabúa á Erpsstöðum en þau eru líka með skemmtilega sveitaverslun, sem selur framleiðsluvörur búsins. Rjómabúið var stofnað 2009 þegar ísframleiðslan hófst og síðan hefur starfsemin vaxið og vaxið með fjölbreyttu vöruúrvali af búinu. Erpsstaðir eru vinsæll staður hjá ferðamönnum. „Já, ég held að hann sé orðinn bara ansi þekktur, nafnið orðið þekkt og já, já, við erum að fá mjög mikið af gestum yfir hásumarið,“ segir Helga. Erpsstaðir eru vinsæll staður hjá ferðamönnum að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga segir að það sem af er sumri hafi verið mjög gott og hún á von á því að það verði þannig fram á haust enda mikið af ferðamönnum á ferðinni á svæðinu. Er þetta ekki bara ótrúlega skemmtilegt? "Jú, þetta er mjög skemmilegt. Kannski er þetta líka skemmtilegt af því að þetta er vertíð, svo þegar haustið kemur þá fer maður í sína daglegu rútínu og verður bara venjulegur bóndi.“ Broddurinn á Erpsstöðum er alltaf mjög vinsæll. Hér er Helga með tvær flöskur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga segir að rjómaísinn sé lang vinsælastur á vörum Erpsstaða en það er ekki bara mannfólkið sem er hrifið af ísnum, nei, nei, svínin á bænum elska líka ísinn. Ísinn er vinsælasta varan á Erpsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, ísinn er mjög vinsæll hjá svínunum, þau geta étið endalaust af honum“, segir Helga og hlær. Bændurnir á Erpsstöðum eru að standa sig ótrúlega vel og gera góða hluti á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebook síða Erpsstaða
Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira