Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2022 16:28 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist sérstaklega óvinsæll meðal ungra kjósenda. AP/Andrew Harnik Meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, bjóði sig aftur fram til embættis í forsetakosningunum 2024. Einungis 33 prósent allra Bandaríkjamanna segjast ánægð með störf forstans. Þetta er samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir New York Times. Niðurstöður hennar gefa til kynna að heilt yfir sé bandaríska þjóðin frekar svartsýn þessi misserin. Rúmlega þrír fjórðu af segja ríkið stefna í ranga átt og nær sú svartsýni til allra aldurshópa og er óháð hvaða stjórnmálaflokkum svarendur aðhyllast. Einungis þrettán prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sögðu Bandaríkin á réttri átt. Það hlutfall hefur ekki verið svo lágt frá efnahagskreppunni 2008. Þegar elsti sitjandi forsetinn Biden hefur ávallt sagst vilja bjóða sig aftur fram í kosningunum 2024 og sitja tvö kjörtímabil. Hann er nú 79 ára gamall og þegar orðinn elsti sitjandi forseti Bandaríkjanna. Kjósendur Demókrataflokksins sögðu flestir að aldur Bidens væri helsta ástæða þess að þau vildu nýjan forsetaframbjóðanda. Biden virðist sérstaklega óvinsæll meðal ungra kjósenda Demókrataflokksins. Í aldurshópnum átján til þrjátíu ára sögðust 94 prósent vilja nýjan frambjóðanda úr Demókrataflokknum. Vandi hagkerfisins helstur Fimmtungur svarenda sagði störf og hagkerfið vera helsta vandamál Bandaríkjanna og fimmtán prósent sögðu verðbólgu og háan framfærslukostnað vera stærsta vandamálið. Einn af hverjum tíu sagði lýðræði í bandaríkjunum eiga í vandræðum og að pólitískar deilur væru stærðarinnar vandamál. Svipað stór hópur nefndi lög um vopnaeign en nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Þrátt fyrir þessar óhagstæðu tölur gáfu niðurstöður könnunarinnar þó til kynna að taki Biden aftur slaginn árið 2024 og þá aftur við Donald Trump, fyrrverandi forseta, sögðust 44 prósent kjósenda frekar muna kjósa Biden en Trump. 41 prósent sögðust frekar muna kjósa Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Senda fleiri HIMARS og nákvæmari skot til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri vopnakerfi og nákvæm skotfæri til Úkraínu. Bæði er um að ræða eldflaugakerfi af gerðinni HIMARS, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð, og 155 mm skot í fallbyssur sem hægt er að skjóta af mun meiri nákvæmni en hefðbundnum stórskotaliðsskotum. 8. júlí 2022 23:15 Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. 5. júlí 2022 22:15 Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 1. júlí 2022 06:59 Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 1. júlí 2022 06:59 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Þetta er samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir New York Times. Niðurstöður hennar gefa til kynna að heilt yfir sé bandaríska þjóðin frekar svartsýn þessi misserin. Rúmlega þrír fjórðu af segja ríkið stefna í ranga átt og nær sú svartsýni til allra aldurshópa og er óháð hvaða stjórnmálaflokkum svarendur aðhyllast. Einungis þrettán prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sögðu Bandaríkin á réttri átt. Það hlutfall hefur ekki verið svo lágt frá efnahagskreppunni 2008. Þegar elsti sitjandi forsetinn Biden hefur ávallt sagst vilja bjóða sig aftur fram í kosningunum 2024 og sitja tvö kjörtímabil. Hann er nú 79 ára gamall og þegar orðinn elsti sitjandi forseti Bandaríkjanna. Kjósendur Demókrataflokksins sögðu flestir að aldur Bidens væri helsta ástæða þess að þau vildu nýjan forsetaframbjóðanda. Biden virðist sérstaklega óvinsæll meðal ungra kjósenda Demókrataflokksins. Í aldurshópnum átján til þrjátíu ára sögðust 94 prósent vilja nýjan frambjóðanda úr Demókrataflokknum. Vandi hagkerfisins helstur Fimmtungur svarenda sagði störf og hagkerfið vera helsta vandamál Bandaríkjanna og fimmtán prósent sögðu verðbólgu og háan framfærslukostnað vera stærsta vandamálið. Einn af hverjum tíu sagði lýðræði í bandaríkjunum eiga í vandræðum og að pólitískar deilur væru stærðarinnar vandamál. Svipað stór hópur nefndi lög um vopnaeign en nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Þrátt fyrir þessar óhagstæðu tölur gáfu niðurstöður könnunarinnar þó til kynna að taki Biden aftur slaginn árið 2024 og þá aftur við Donald Trump, fyrrverandi forseta, sögðust 44 prósent kjósenda frekar muna kjósa Biden en Trump. 41 prósent sögðust frekar muna kjósa Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Senda fleiri HIMARS og nákvæmari skot til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri vopnakerfi og nákvæm skotfæri til Úkraínu. Bæði er um að ræða eldflaugakerfi af gerðinni HIMARS, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð, og 155 mm skot í fallbyssur sem hægt er að skjóta af mun meiri nákvæmni en hefðbundnum stórskotaliðsskotum. 8. júlí 2022 23:15 Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. 5. júlí 2022 22:15 Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 1. júlí 2022 06:59 Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 1. júlí 2022 06:59 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20
Senda fleiri HIMARS og nákvæmari skot til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri vopnakerfi og nákvæm skotfæri til Úkraínu. Bæði er um að ræða eldflaugakerfi af gerðinni HIMARS, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð, og 155 mm skot í fallbyssur sem hægt er að skjóta af mun meiri nákvæmni en hefðbundnum stórskotaliðsskotum. 8. júlí 2022 23:15
Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. 5. júlí 2022 22:15
Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 1. júlí 2022 06:59
Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 1. júlí 2022 06:59
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11