Landsbyggðarskattar og leigubílafrumvarp Erna Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2022 08:00 Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti. Spilling meðal stjórnmálamanna Fyrst ber að nefna gagnalekan frá farveitunni Uber sem sýnir þá víðtæku aðstoð sem fyrirtækið fékk frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Neelie Kroese fyrrver-andi framkvæmdastjóra ESB sem og öðrum stjórnmálamönnum. Gögnin afhjúpuðu hvernig Uber beitti sér í samskiptum við hátt setta stjórnmálamenn. Ég hef hins vegar ekki tekið eftir að fjölmiðlar eða stjórnmálamenn hafi spurt hvort íslenskir stjórnmálamenn komi þarna við sögu. Verður sama kapp og fyrr lagt á að koma umdeildu „leigubílafrumvarpi“ ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið? Eða fækkar e.t.v. bréfunum frá ESA þar sem þrýst er á að þetta mál fái afgreiðslu. Félög leigubifreiðastjóra hafa gagnrýnt að í frumvarpinu felist aðför að atvinnugreininni og að boðaðar breytingar geti stefnt lífsviðurværi heillar stéttar, atvinnuréttindum og eignarréttindum stefnt í voða. Vegtollar á landsbyggðinni Öllu stærra mál er þó útspil innviðaráðherra þegar hann boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Nú á að fjármagna ein tiltekin jarðgöng (í fyrstu atrennu alla vega) með gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Rétt er að rifja upp að þegar er í gangi gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum, líklega á þá að hækka gjaldið þar eða hvað? Hvalfjarðargöng hafa þegar verið greidd upp með gjaldtöku af umferð um þau. Stendur þá til að hefja gjaldtöku þar á ný?. Strákagöng, Múlagöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði uppfylla ekki kröfur dagsins í dag. Er forsvaranlegt að hefja gjaldtöku um þau? Þá eru ekki eftir nema fimm göng, sem teljast uppfylla nútíma kröfur. Það eru Dýrafjarðargöng, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng. Umferð um þau stendur vart undir tekjum sem skipta máli í stóra samhenginu. Vestmannaeyingar þekkja skatt af þessu tagi vel þar sem þjóðvegurinn til Eyja með Herjólfi er gjaldskyldur. Sá skattur hefur enn ekki verið notaður til að kaupa nýja ferju yfir Breiðafjörð, sem þó er full þörf á. Yrði höfðinu engu að síður barið við steininn er ljóst að hér er á ferðinni nýr landsbyggðarskattur sem gengur að auki þvert á fyrri fyrirheit um að umferð um nær öll fyrrnefnd jarðgöng yrði gjaldfrjáls. Brúatollar næsta tekjulindin Hvað er þá næst? Gjaldtaka á gömlu Ölfusárbrúnni á þjóðvegi eitt um Selfoss? Það liggur jú mikið við að byggja nýja brú og er langlundargeð kjósenda í kjördæminu með ólíkindum. Auðvitað var ráðherrann ekki spurður út í þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 12. júlí. Slíkt hefði fengið hárin á landsmönnum til að rísa því margfalt fleiri fara um þá brú en t.d. um Fáskrúðsfjarðargöng. En rökin sem færð eru fram fyrir gjaldtöku á umferð um jarðgöng hljóta að eiga ekki síður vel við um brýr sem ekki er vanþörf á að byggja upp vítt og breitt um landið. Gjaldtaka á Borgarfjarðarbrúnni og Skeiðarárbrúnni og Ölfusárbrúnni er mun gjöfulli tekjulind en á umferð um jarðgöng á Vestfjörðum. Þó nefnt hafi verið sem röksemd fyrir gjaldtöku í jarðgöngum að slíkt sé gert í Færeyjum er líkast til síður tekið gjald þar af umferð yfir brýr yfir jökulár af augljósum ástæðum. Góðar samgöngur tryggja byggð í landinu Viðsnúningur Framsóknarflokksins í þessum málaflokki er umhugsunarefni. Lengi vel hafði flokkurinn engin áform um vegtolla og sagðist vera á móti þeim. Fyrir síðustu kosningar, sem fram fóru í september 2021, sagðist Framsókn þetta í stefnuskrá sinni um fjármögnun vegakerfisins: „Ljúka þarf mótun framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins. Það er stefna Framsóknar að núverandi tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum, auk skatttekna af innflutningi ökutækja eigi að renna til reksturs, viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna.“ Ný gjaldtaka í öllum jarðgöngum á Vestfjörðum eða Austfjörðum rímar illa við þessa stefnu – er í raun dæmi um fullkomna u-beygju í málaflokknum. Komið í bakið á brothættum byggðum Nei hæstvirtur ráðherra, hér þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi. Með þessu er ég ekki að útloka að gjaldtaka fyrir nýtingu samgöngu mannvirkja geti verið liður í uppbyggingu samgöngukerfisins á Íslandi. En að koma með þessum hætti í bakið á brothættum byggðum sem sumar hafa fengið nýtt líf með nútíma samgöngubótum er aðferð sem undirritaðri hugnast ekki. Höfundur er ökuþór og varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Samgöngur Leigubílar Miðflokkurinn Byggðamál Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti. Spilling meðal stjórnmálamanna Fyrst ber að nefna gagnalekan frá farveitunni Uber sem sýnir þá víðtæku aðstoð sem fyrirtækið fékk frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Neelie Kroese fyrrver-andi framkvæmdastjóra ESB sem og öðrum stjórnmálamönnum. Gögnin afhjúpuðu hvernig Uber beitti sér í samskiptum við hátt setta stjórnmálamenn. Ég hef hins vegar ekki tekið eftir að fjölmiðlar eða stjórnmálamenn hafi spurt hvort íslenskir stjórnmálamenn komi þarna við sögu. Verður sama kapp og fyrr lagt á að koma umdeildu „leigubílafrumvarpi“ ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið? Eða fækkar e.t.v. bréfunum frá ESA þar sem þrýst er á að þetta mál fái afgreiðslu. Félög leigubifreiðastjóra hafa gagnrýnt að í frumvarpinu felist aðför að atvinnugreininni og að boðaðar breytingar geti stefnt lífsviðurværi heillar stéttar, atvinnuréttindum og eignarréttindum stefnt í voða. Vegtollar á landsbyggðinni Öllu stærra mál er þó útspil innviðaráðherra þegar hann boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Nú á að fjármagna ein tiltekin jarðgöng (í fyrstu atrennu alla vega) með gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Rétt er að rifja upp að þegar er í gangi gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum, líklega á þá að hækka gjaldið þar eða hvað? Hvalfjarðargöng hafa þegar verið greidd upp með gjaldtöku af umferð um þau. Stendur þá til að hefja gjaldtöku þar á ný?. Strákagöng, Múlagöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði uppfylla ekki kröfur dagsins í dag. Er forsvaranlegt að hefja gjaldtöku um þau? Þá eru ekki eftir nema fimm göng, sem teljast uppfylla nútíma kröfur. Það eru Dýrafjarðargöng, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng. Umferð um þau stendur vart undir tekjum sem skipta máli í stóra samhenginu. Vestmannaeyingar þekkja skatt af þessu tagi vel þar sem þjóðvegurinn til Eyja með Herjólfi er gjaldskyldur. Sá skattur hefur enn ekki verið notaður til að kaupa nýja ferju yfir Breiðafjörð, sem þó er full þörf á. Yrði höfðinu engu að síður barið við steininn er ljóst að hér er á ferðinni nýr landsbyggðarskattur sem gengur að auki þvert á fyrri fyrirheit um að umferð um nær öll fyrrnefnd jarðgöng yrði gjaldfrjáls. Brúatollar næsta tekjulindin Hvað er þá næst? Gjaldtaka á gömlu Ölfusárbrúnni á þjóðvegi eitt um Selfoss? Það liggur jú mikið við að byggja nýja brú og er langlundargeð kjósenda í kjördæminu með ólíkindum. Auðvitað var ráðherrann ekki spurður út í þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 12. júlí. Slíkt hefði fengið hárin á landsmönnum til að rísa því margfalt fleiri fara um þá brú en t.d. um Fáskrúðsfjarðargöng. En rökin sem færð eru fram fyrir gjaldtöku á umferð um jarðgöng hljóta að eiga ekki síður vel við um brýr sem ekki er vanþörf á að byggja upp vítt og breitt um landið. Gjaldtaka á Borgarfjarðarbrúnni og Skeiðarárbrúnni og Ölfusárbrúnni er mun gjöfulli tekjulind en á umferð um jarðgöng á Vestfjörðum. Þó nefnt hafi verið sem röksemd fyrir gjaldtöku í jarðgöngum að slíkt sé gert í Færeyjum er líkast til síður tekið gjald þar af umferð yfir brýr yfir jökulár af augljósum ástæðum. Góðar samgöngur tryggja byggð í landinu Viðsnúningur Framsóknarflokksins í þessum málaflokki er umhugsunarefni. Lengi vel hafði flokkurinn engin áform um vegtolla og sagðist vera á móti þeim. Fyrir síðustu kosningar, sem fram fóru í september 2021, sagðist Framsókn þetta í stefnuskrá sinni um fjármögnun vegakerfisins: „Ljúka þarf mótun framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins. Það er stefna Framsóknar að núverandi tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum, auk skatttekna af innflutningi ökutækja eigi að renna til reksturs, viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna.“ Ný gjaldtaka í öllum jarðgöngum á Vestfjörðum eða Austfjörðum rímar illa við þessa stefnu – er í raun dæmi um fullkomna u-beygju í málaflokknum. Komið í bakið á brothættum byggðum Nei hæstvirtur ráðherra, hér þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi. Með þessu er ég ekki að útloka að gjaldtaka fyrir nýtingu samgöngu mannvirkja geti verið liður í uppbyggingu samgöngukerfisins á Íslandi. En að koma með þessum hætti í bakið á brothættum byggðum sem sumar hafa fengið nýtt líf með nútíma samgöngubótum er aðferð sem undirritaðri hugnast ekki. Höfundur er ökuþór og varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun