Aldrei verið mikilvægara að huga að okkar mikilvægustu auðlind, mannauðnum HR monitor 14. júlí 2022 09:44 „Við leggjum okkur fram um að skapa jákvæða vinnustaðamenningu," segir Auður Þórhallsdóttir mannauðsstjóri VIRK „Ef fólki líður vel í vinnunni og það upplifir öryggi og traust líður því svo miklu betur, skilar betra starfi sem skilar sér svo bæði inná heimili þeirra og út í allt samfélagið.“ Segir Auður Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri VIRK. Auður hefur farið víða í atvinnulífinu en sköpun, fræðslumál og mannauðsstjórnun hafa verið rauður þráður. Hún hefur þó einnig lagt stund á ýmis handverk og hannaði og saumaði flíkur og fylgihluti undir merkinu „ath“ um tíma. Auður tók við starfi hjá VIRK árið 2014 og er þar enn mjög sátt og glöð, að hennar sögn. Hvað veitir þér mestu gleðina í þínu starfi? „Það sem veitir mér mestu gleði og ánægju í starfi er fjölbreytni og fá að koma með hugmyndir, skapa nýja hluti og finna að mér sé treyst til góðra verka. Það að sjá starfsfólk vaxa, dafna og þróast í starfi veitir mér líka afar góða tilfinningu, ásamt því að finna starfsánægju hjá fólki.“ Helsti leiðarvísir Auðar í lífi og starfi er að vera góð manneskja og sýna öðrum umhyggju, samkennd, góðvild og virðingu. „Að samskiptin séu þannig að ávallt sé litið á jákvæðu hliðarnar og reynt eftir fremsta megni að láta fólk vaxa í kringum mann og virðing sé borin fyrir öllum störfum. Maður þarf líka að hafa hugrekki og þor til að taka á málum ef upp kemur t.d. neikvæðni og/eða hindranir sem snúa þarf til betri vegar.“ Forgangsraða mannauðsmálum því þau vilja vera framúrskarandi VIRK er metnaðarfullur vinnustaður sem leggur mikið upp úr sanngjörnum og uppbyggilegum samskiptum þar sem heilindi og virðing eru höfð að leiðarljósi. „Við leggjum mikla áherslu á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. Við leggjum okkur fram um að skapa jákvæða vinnustaðamenningu og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum sem eru fagmennska, virðing og metnaður. Að liðsheildin sé nærandi og að starfsfólk hlakki til að takast á við verkefnin sín í góðra vina hópi, enda viljum við vera framúrskarandi.“ Völdu glaðlega liti fyrir nýtt vinnuumhverfi Fyrir ári síðan flutti VIRK í Borgartún 18 og segir Auður það hafa verið gefandi og lærdómsríkt að taka þátt í að skapa nýtt vinnuumhverfi fyrir þeirra starfsfólk. „Okkar áhersla er að vinnuumhverfið sé umfram allt heilsusamlegt og fallegt og að starfsfólki líði eins og best verður á kosið. Við þarfagreindum ítarlega með okkar fólki og sniðum að okkar starfsemi og mikið var hugað að heilsusamlegu umhverfi, öryggismálum, hljóðvist og lýsingu. Við ákváðum að vera mjög litrík og reyna að færa gleði til fólks bæði að utan og innan í húsnæðinu og hafa mikið af lifandi blómum. Svo erum við líka í fyrsta sinn að reka mötuneyti og það er stór lykill að starfsánægju. Við erum svo heppin að vera með einstakan úrvals matreiðslumeistara sem afar mikil ánægja er með.“ Starfsfólkið samdi samskiptasamning Síðustu misseri hefur VIRK hefur hlotið fjölda vottana og viðurkenninga. „Við lukum í vor okkar fjórðu vottun á jafnlaunakerfinu en vorið 2018 fengum við okkar fyrstu og vorum þar með brautryðjendur í að öðlast vottun hjá fyrirtæki af okkar stærðargráðu á Íslandi. Nú sem áður fengum afar ánægjulega niðurstöðu og töldu vottunaraðilar okkur vera með góða yfirsýn og til fyrirmyndar í markmiðasetningu og árangri í aðgerðum til að ná markmiðum. Svo erum við með ISO:9001 vottun og leggjum okkur mjög fram um að hafa samræmda þjónustu um allt land og virkt og gott gæðakerfi. Við höfum einnig nýlega samið okkar eigin Siðareglur og eigum Samskiptasamning sem starfsfólk samdi sem við erum afar sátt við. Um daginn urðum við „Fyrirmyndarfyrirtæki VR“ í fimmta sinn og erum afar stolt af þeim árangri.“ Nota mannauðsmælingar til að skapa framúrskarandi starfsumhverfi VIRK hefur framkvæmt mannauðsmælingar með HR Monitor frá því 2016, með það að markmiði að mæla hvernig þau geta náð fram því besta úr starfsfólki sínu. „Við vildum fá tölur um mannauðsmálin eins og aðrar lykiltölur í rekstri, til að hjálpa stjórnendum að skapa framúrskarandi starfsumhverfi. Með svona mælingu erum við einnig að hvetja alla starfsmenn til að huga að mikilvægustu þáttunum í umhverfi sínu, hafa skoðun á þeim og byggja þannig upp betri gæðavitund.“ Auður segir að til lengri tíma litið hafi hegðun stjórnenda oft meira að segja en stefnur, þó þær séu líka mjög af hinu góða. „Metnaður okkar snýr einnig að því að hver og einn stjórnandi sé meðvitaður og virkur í sínu mannauðsstjórahlutverki til að tryggja faglega og góða stjórnun. Nú hefur aldrei verið mikilvægara að huga að okkar mikilvægustu auðlind, mannauðnum. Bregðast strax við með því að hlusta á raddir starfsfólks VIRK sendir út könnun með mannauðshugbúnaðinum HR Monitor annan hvern mánuð. „Spurningarnar eru í átta lykilþáttum og einnig er alltaf send út ein opin spurning. Með opinni spurningu hvetjum við til hugmynda og ábendinga frá starfsfólki og viljum þannig virkja þeirra sköpunarkraft. Þegar niðurstöður liggja fyrir funda stjórnendur og skoða hvað er að virka og hvað ekki og íhuga tækifæri til vaxtar og útbóta.“ Auður segir mælingar HR Monitor vera til þess að gera gott enn betur og til að hlusta á raddir og ábendingar alls þeirra starfsfólks. „Stundum felast í niðurstöðum frábærar hugmyndir eða óskir um umbætur sem við þökkum fyrir. Einnig þurfum við líka stundum að útskýra hluti betur og færa rök fyrir því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru svo starfsfólk öðlist sameiginlegan skilning á verklagi eða fyrirkomulagi. Gott dæmi var í desembermælingunni 2021 þegar starfsfólk var að fóta sig í endurkomu að heiman á vinnustaðinn eftir Covid þá hrukkum við í kút, þar sem við höfðum ekki skorað lægra frá upphafi mælinga hvað varðar heildarárangur. Við sáum að þar gátum við lesið ákveðin skilaboð frá starfsfólki í opnu spurningunni sem við tókum samstundis tillit til. Við brugðumst strax við því sem fram kom og höfum fengið í kjölfarið þessar fínu niðurstöður á þessu ári, bæði í febrúar og apríl og svo líka frábæra núna fyrir júní, sem gladdi okkur mjög mikið.“ Mannauðsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Auður hefur farið víða í atvinnulífinu en sköpun, fræðslumál og mannauðsstjórnun hafa verið rauður þráður. Hún hefur þó einnig lagt stund á ýmis handverk og hannaði og saumaði flíkur og fylgihluti undir merkinu „ath“ um tíma. Auður tók við starfi hjá VIRK árið 2014 og er þar enn mjög sátt og glöð, að hennar sögn. Hvað veitir þér mestu gleðina í þínu starfi? „Það sem veitir mér mestu gleði og ánægju í starfi er fjölbreytni og fá að koma með hugmyndir, skapa nýja hluti og finna að mér sé treyst til góðra verka. Það að sjá starfsfólk vaxa, dafna og þróast í starfi veitir mér líka afar góða tilfinningu, ásamt því að finna starfsánægju hjá fólki.“ Helsti leiðarvísir Auðar í lífi og starfi er að vera góð manneskja og sýna öðrum umhyggju, samkennd, góðvild og virðingu. „Að samskiptin séu þannig að ávallt sé litið á jákvæðu hliðarnar og reynt eftir fremsta megni að láta fólk vaxa í kringum mann og virðing sé borin fyrir öllum störfum. Maður þarf líka að hafa hugrekki og þor til að taka á málum ef upp kemur t.d. neikvæðni og/eða hindranir sem snúa þarf til betri vegar.“ Forgangsraða mannauðsmálum því þau vilja vera framúrskarandi VIRK er metnaðarfullur vinnustaður sem leggur mikið upp úr sanngjörnum og uppbyggilegum samskiptum þar sem heilindi og virðing eru höfð að leiðarljósi. „Við leggjum mikla áherslu á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. Við leggjum okkur fram um að skapa jákvæða vinnustaðamenningu og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum sem eru fagmennska, virðing og metnaður. Að liðsheildin sé nærandi og að starfsfólk hlakki til að takast á við verkefnin sín í góðra vina hópi, enda viljum við vera framúrskarandi.“ Völdu glaðlega liti fyrir nýtt vinnuumhverfi Fyrir ári síðan flutti VIRK í Borgartún 18 og segir Auður það hafa verið gefandi og lærdómsríkt að taka þátt í að skapa nýtt vinnuumhverfi fyrir þeirra starfsfólk. „Okkar áhersla er að vinnuumhverfið sé umfram allt heilsusamlegt og fallegt og að starfsfólki líði eins og best verður á kosið. Við þarfagreindum ítarlega með okkar fólki og sniðum að okkar starfsemi og mikið var hugað að heilsusamlegu umhverfi, öryggismálum, hljóðvist og lýsingu. Við ákváðum að vera mjög litrík og reyna að færa gleði til fólks bæði að utan og innan í húsnæðinu og hafa mikið af lifandi blómum. Svo erum við líka í fyrsta sinn að reka mötuneyti og það er stór lykill að starfsánægju. Við erum svo heppin að vera með einstakan úrvals matreiðslumeistara sem afar mikil ánægja er með.“ Starfsfólkið samdi samskiptasamning Síðustu misseri hefur VIRK hefur hlotið fjölda vottana og viðurkenninga. „Við lukum í vor okkar fjórðu vottun á jafnlaunakerfinu en vorið 2018 fengum við okkar fyrstu og vorum þar með brautryðjendur í að öðlast vottun hjá fyrirtæki af okkar stærðargráðu á Íslandi. Nú sem áður fengum afar ánægjulega niðurstöðu og töldu vottunaraðilar okkur vera með góða yfirsýn og til fyrirmyndar í markmiðasetningu og árangri í aðgerðum til að ná markmiðum. Svo erum við með ISO:9001 vottun og leggjum okkur mjög fram um að hafa samræmda þjónustu um allt land og virkt og gott gæðakerfi. Við höfum einnig nýlega samið okkar eigin Siðareglur og eigum Samskiptasamning sem starfsfólk samdi sem við erum afar sátt við. Um daginn urðum við „Fyrirmyndarfyrirtæki VR“ í fimmta sinn og erum afar stolt af þeim árangri.“ Nota mannauðsmælingar til að skapa framúrskarandi starfsumhverfi VIRK hefur framkvæmt mannauðsmælingar með HR Monitor frá því 2016, með það að markmiði að mæla hvernig þau geta náð fram því besta úr starfsfólki sínu. „Við vildum fá tölur um mannauðsmálin eins og aðrar lykiltölur í rekstri, til að hjálpa stjórnendum að skapa framúrskarandi starfsumhverfi. Með svona mælingu erum við einnig að hvetja alla starfsmenn til að huga að mikilvægustu þáttunum í umhverfi sínu, hafa skoðun á þeim og byggja þannig upp betri gæðavitund.“ Auður segir að til lengri tíma litið hafi hegðun stjórnenda oft meira að segja en stefnur, þó þær séu líka mjög af hinu góða. „Metnaður okkar snýr einnig að því að hver og einn stjórnandi sé meðvitaður og virkur í sínu mannauðsstjórahlutverki til að tryggja faglega og góða stjórnun. Nú hefur aldrei verið mikilvægara að huga að okkar mikilvægustu auðlind, mannauðnum. Bregðast strax við með því að hlusta á raddir starfsfólks VIRK sendir út könnun með mannauðshugbúnaðinum HR Monitor annan hvern mánuð. „Spurningarnar eru í átta lykilþáttum og einnig er alltaf send út ein opin spurning. Með opinni spurningu hvetjum við til hugmynda og ábendinga frá starfsfólki og viljum þannig virkja þeirra sköpunarkraft. Þegar niðurstöður liggja fyrir funda stjórnendur og skoða hvað er að virka og hvað ekki og íhuga tækifæri til vaxtar og útbóta.“ Auður segir mælingar HR Monitor vera til þess að gera gott enn betur og til að hlusta á raddir og ábendingar alls þeirra starfsfólks. „Stundum felast í niðurstöðum frábærar hugmyndir eða óskir um umbætur sem við þökkum fyrir. Einnig þurfum við líka stundum að útskýra hluti betur og færa rök fyrir því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru svo starfsfólk öðlist sameiginlegan skilning á verklagi eða fyrirkomulagi. Gott dæmi var í desembermælingunni 2021 þegar starfsfólk var að fóta sig í endurkomu að heiman á vinnustaðinn eftir Covid þá hrukkum við í kút, þar sem við höfðum ekki skorað lægra frá upphafi mælinga hvað varðar heildarárangur. Við sáum að þar gátum við lesið ákveðin skilaboð frá starfsfólki í opnu spurningunni sem við tókum samstundis tillit til. Við brugðumst strax við því sem fram kom og höfum fengið í kjölfarið þessar fínu niðurstöður á þessu ári, bæði í febrúar og apríl og svo líka frábæra núna fyrir júní, sem gladdi okkur mjög mikið.“
Mannauðsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira