Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 15:52 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira