Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 19:16 NÆR stendur við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum. Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum.
Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira