Eftirlitsnefnd Fasteignasala – Hlutlaus eða í vasa Félags Fasteignasala? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júlí 2022 12:00 Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun