Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 15:06 Matvælaverð hækkar nú í Bretlandi líkt og víða annars staðar. Getty/nrqemi Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár. Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir. Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir.
Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent