Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 13:08 Vestmannaeyjar skarta sínu fegursta í blíðviðrinu sem leikur þar við heimamenn og gesti. Aðsend Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér. Húkkaraballið er á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð, og markar fyrir mörgum upphaf hátíðarinnar, sem verður þó ekki sett formlega fyrr en í dag. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir ballið hafa farið vel fram. „Herjólfur var þétt setinn hérna allan gærdaginn og blíðskaparveðrið mætti upp úr miðjum degi. Húkkaraballið fór bara vel fram og hefur líklega aldrei eða sjaldan verið sótt betur en í gær,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Og hvað voru margir sem mættu í gær? „Við erum ekki komin með nákvæmar tölur en miðað við þá sem þekkja til þá hefur svæðið sjaldan verið jafn stappað og það var í gær.“ Hörður Orri er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmanneyjum kemur fram að einn hafi verið handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum. Tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp og einn hafi fengið að gista fangageymslu að eigin ósk. Að öðru leyti hafi nóttin verið róleg hjá lögreglu. Mikil eftirvænting Hörður segir fólk streyma til Eyja með Herjólfi og þar ríki mikil eftirvænting, enda ekki verið haldin hefðbundin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðan árið 2019. Þá kynnu einhverjir að spyrja: Er engin hætta á að fólk prjóni hreinlega yfir sig eftir tveggja ára hlé? „Nei, ég ætla nú að vona ekki. Fólk mætir bara og skemmtir sér og öðrum. Það er nú kannski mikilvægast í þessu, og að menn gangi hægt um gleðinnar dyr.“ Veðurspáin í Vestmannaeyjum er góð, og Hörður býst við að um 15 þúsund manns verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld, þegar hátíðin nær hámarki. „Veðrið skiptir auðvitað gríðarlegu máli þegar þú ert með útihátíð í gangi. Við vonum bara að það veður haldi og í augnablikinu er stórkostlegt veður hérna,“ segir Hörður. Íslendingar klæði sig vel Veðurspáin á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina, er ekki jafn góð og í Vestmannaeyjum. Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðurlandi. Halldór Kristinn Harðarson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veðrið í bænum í dag þó með ágætu móti. „Erum við Íslendingar ekki vanir að klæða okkur vel og hafa gaman? Mér sýnist þessar spár vera eitthvað sitt á hvað, en síðast þegar ég vissi átti laugardagurinn að vera mjög fínn og sunnudagurinn líka. Við ætlum ekkert að láta það skemma fyrir okkur ef það kemur einhver smá úði.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Vestmannaeyjar Akureyri Næturlíf Tengdar fréttir Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43 Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44 Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Húkkaraballið er á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð, og markar fyrir mörgum upphaf hátíðarinnar, sem verður þó ekki sett formlega fyrr en í dag. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir ballið hafa farið vel fram. „Herjólfur var þétt setinn hérna allan gærdaginn og blíðskaparveðrið mætti upp úr miðjum degi. Húkkaraballið fór bara vel fram og hefur líklega aldrei eða sjaldan verið sótt betur en í gær,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Og hvað voru margir sem mættu í gær? „Við erum ekki komin með nákvæmar tölur en miðað við þá sem þekkja til þá hefur svæðið sjaldan verið jafn stappað og það var í gær.“ Hörður Orri er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmanneyjum kemur fram að einn hafi verið handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum. Tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp og einn hafi fengið að gista fangageymslu að eigin ósk. Að öðru leyti hafi nóttin verið róleg hjá lögreglu. Mikil eftirvænting Hörður segir fólk streyma til Eyja með Herjólfi og þar ríki mikil eftirvænting, enda ekki verið haldin hefðbundin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðan árið 2019. Þá kynnu einhverjir að spyrja: Er engin hætta á að fólk prjóni hreinlega yfir sig eftir tveggja ára hlé? „Nei, ég ætla nú að vona ekki. Fólk mætir bara og skemmtir sér og öðrum. Það er nú kannski mikilvægast í þessu, og að menn gangi hægt um gleðinnar dyr.“ Veðurspáin í Vestmannaeyjum er góð, og Hörður býst við að um 15 þúsund manns verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld, þegar hátíðin nær hámarki. „Veðrið skiptir auðvitað gríðarlegu máli þegar þú ert með útihátíð í gangi. Við vonum bara að það veður haldi og í augnablikinu er stórkostlegt veður hérna,“ segir Hörður. Íslendingar klæði sig vel Veðurspáin á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina, er ekki jafn góð og í Vestmannaeyjum. Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðurlandi. Halldór Kristinn Harðarson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veðrið í bænum í dag þó með ágætu móti. „Erum við Íslendingar ekki vanir að klæða okkur vel og hafa gaman? Mér sýnist þessar spár vera eitthvað sitt á hvað, en síðast þegar ég vissi átti laugardagurinn að vera mjög fínn og sunnudagurinn líka. Við ætlum ekkert að láta það skemma fyrir okkur ef það kemur einhver smá úði.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Vestmannaeyjar Akureyri Næturlíf Tengdar fréttir Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43 Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44 Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43
Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44
Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30