„Fórum að sofa og vöknum um vetur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2022 13:44 Skálaverðir í Drekagili vissu ekki hvaðan sig stóð veðrið í morgun. Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar. Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend
Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira