Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 18:31 Tveir stórir skjálftar riðu yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir klukkan sex í kvöld, annar þeirra mældist 4,7 og er því stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu til þessa. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49
Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22