Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 22:54 Til vinstri má sjá bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum og hægra megin má sjá hvar Gálgaklettar eru staðsettir á korti, merktir með bláu. Skjáskot/Samsett Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. Gunnlaugur Viðar Viðarsson vekur athygli á grjóthruninu í færslu á Facebook-hópnum Jarðsöguvinir þar sem hann birtir myndir frá Gálgaklettum frá því í dag. Bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum stendur upp úr miðri moldarskriðunni í brekkunni við klettana.Skjáskot/Facebook Í færslunni segist Gunnlaugur hafa hjólað upp að Gálgaklettum sem séu í Sundhnúk, rétt norðan við Grindavík og að þar hafi „stórt og mikið bjarg“ hrunið úr klettunum og lægi það „í miðri brekkunni.“ Grjóthnullungur hefur oltið niður fjallshlíðina við Þorbjörn.Facebook Þá segist Gunnlaugur í færslunni hafa gætt þess sérstaklega að vera langt frá klettunum ef eitthvað meira skyldi hrynja. Neðar í þræðinum birtir hann svo mynd af grjóthnullungi sem hefur oltið niður fjallshlíð vestan við Þorbjörn. Veðurstofa Íslands hefur einmitt varað fólk við því að fara of nálægt fjöllum og fjallshlíðum vegna hættu á grjóthruni og skriðum. Stærsti skjálftinn á undanförnum árum Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því um hádegisbilið á laugardag og í gærkvöldi átti sér stað stór skjálfti að stærð 5,5 sem olli miklu tjóni í Grindavík. Þar hrundu matvörur úr hillum verslana, myndir og speglar af veggjum á heimilum fólks og leirtau brotnaði um alla Grindavík. Auk þess rofnaði kaldavatnslögn inn í bæinn. Þá funduðu bæjaryfirvöld Grindavíkur með lögreglunni á Suðurnesjum og Almannavörnum til að fara yfir stöðu mála og taka ákvarðanir um viðbúnað og viðbrögð en talið er að ný innskotavirkni sé hafin við ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Gunnlaugur Viðar Viðarsson vekur athygli á grjóthruninu í færslu á Facebook-hópnum Jarðsöguvinir þar sem hann birtir myndir frá Gálgaklettum frá því í dag. Bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum stendur upp úr miðri moldarskriðunni í brekkunni við klettana.Skjáskot/Facebook Í færslunni segist Gunnlaugur hafa hjólað upp að Gálgaklettum sem séu í Sundhnúk, rétt norðan við Grindavík og að þar hafi „stórt og mikið bjarg“ hrunið úr klettunum og lægi það „í miðri brekkunni.“ Grjóthnullungur hefur oltið niður fjallshlíðina við Þorbjörn.Facebook Þá segist Gunnlaugur í færslunni hafa gætt þess sérstaklega að vera langt frá klettunum ef eitthvað meira skyldi hrynja. Neðar í þræðinum birtir hann svo mynd af grjóthnullungi sem hefur oltið niður fjallshlíð vestan við Þorbjörn. Veðurstofa Íslands hefur einmitt varað fólk við því að fara of nálægt fjöllum og fjallshlíðum vegna hættu á grjóthruni og skriðum. Stærsti skjálftinn á undanförnum árum Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því um hádegisbilið á laugardag og í gærkvöldi átti sér stað stór skjálfti að stærð 5,5 sem olli miklu tjóni í Grindavík. Þar hrundu matvörur úr hillum verslana, myndir og speglar af veggjum á heimilum fólks og leirtau brotnaði um alla Grindavík. Auk þess rofnaði kaldavatnslögn inn í bæinn. Þá funduðu bæjaryfirvöld Grindavíkur með lögreglunni á Suðurnesjum og Almannavörnum til að fara yfir stöðu mála og taka ákvarðanir um viðbúnað og viðbrögð en talið er að ný innskotavirkni sé hafin við ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01