Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Í umfjöllun blaðsins kemur fram að tvö félög hafi boðið í verkið; Fortis og Þarfaþing. Boð Fortis var hagstæðara en Þarfaþing kærði ákvörðun Garðabæjar um að ganga til samninga við Fortis á þeirri forsendu að Fortis uppfyllti ekki skilyrði.
Fyrirtækið hefði ekki gengt nægilega stórum verkefnum á undanförnum tíu árum og þá væri meðalársvelta félagsins undir viðmiðum.
Fréttablaðið segir íbúa í Urriðaholti afar ósátta við hversu hægt hefur gengið að byggja upp leikskóla í hverfinu, þar sem börnum hefur fjölgað hratt og Urriðaholtsskóli sé sprunginn.