Mikil ásókn í þyrluferðir: „Þetta er sko enginn ræfill núna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2022 12:51 Íslendingar virðast rólegri yfir gosinu að mati framkvæmdastjóra Norðurflugs en þó er mikil ásókn í þyrluferðir og allt að bókast upp. vísir/Vísir Gríðarleg ásókn er í þyrluflug yfir gosstöðvarnar og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfiðara en síðast að taka á móti miklum fjölda með skömmum fyrirvara vegna bókunarstöðu. Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent