Alvöru svar hjá Anníe Mist og félögum í gær: Tóku risastökk í töflunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 09:32 Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar sýndu úr hverju þau eru gerð í gær. Instagram/@anniethorisdottir Lið CrossFit Reykjavíkur átti erfiðan fyrsta dag á heimsleikunum í CrossFit en þau sýndu úr hverju þau voru gerð á öðrum keppnisdeginum í gær. Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira