Gasmengun getur verið alvarlegt mál Snorri Másson skrifar 5. ágúst 2022 19:41 Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44