Segist hafa átt eina erfiðustu viku lífs síns með Ezra Miller á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 15:32 Ezra Miller spilar með hljómsveitnni Sons of an Illustrious Father í London árið 2018. Getty/Burak Cingi Ung tónlistarkona sem kveðst hafa verið í sambandi með Ezra Miller á meðan hán dvaldi á Íslandi sakar Hollywood-stirnið um að hafa beitt sig sálrænu ofbeldi og skapað aðstæður sem minntu einna helst á sértrúarsöfnuð. Greint hefur verið frá því að hið 29 ára Miller, sem er hvað þekktast fyrir að fara með hlutverk Flash í ofurhetjumyndum DC og Credence Barebone í Fantastic Beasts-kvikmyndaflokknum, hafi dvalið á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Dvöl Miller vakti víða fjölmiðlaathygli þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í Reykjavík og greint hefur verið frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Lýsir einni skelfilegustu vikunni í lífi sínu Auk þess að leigja Airbnb-íbúð í Kópavogi er Miller sagt hafa leigt hluta af Hótel Laugarbakka á Norðurlandi til þess að taka upp tónlist. Þar á hán að hafa kynnst áðurnefndri tónlistarkonu sem er hvergi nafngreind í umfjöllun Insider. Þar er haft eftir henni að Miller hafi boðið henni, þá átján ára, að hitta sig á hótelinu. Fyrsta daginn hafi þau og aðrir tónlistarmenn kyrjað heiðin kvæði, reykt gras og setið saman í heitum potti. Eftir hafa tekið þátt í trekanti með Miller og annarri konu hafi hán svo boðið henni að dvelja með sér á hótelinu. Tónlistarkonan var þar í alls sex daga og segir Insider að þetta tímabil hafi verið „ein af skelfilegustu vikunum í lífi [sínu].“ Hún tekur fram að hún hafi verið á slæmum stað á þessum tíma og bæði háð áfengi og fíkniefnum. Tónlistarkonan segir að Miller hafi sagt að hán elskaði hana eina stundina og svo kallað hana „andskotans ógeð“ þá næstu og lýsir hegðuninni sem sálrænu ofbeldi. Hún hafi þrisvar sinnum sofið hjá Miller sem hafi þá orðið „heltekinn af æxlunargetu hennar.“ Í tengslum við það hafi Miller tilbeðið „fullkomið“ leg hennar og oft talað við það, horft á það og faðmað, af því er fram kemur í umfjöllun Insider. Passað við lýsingar á leiðtogum sértrúarsafnaðar Tónlistarkonan segir að Miller hafi að þessu loknu reynt að sannfæra hana um að koma með sér til Hollywood en hún að endingu snúið aftur á heimili sitt í Reykjavík. Fram kemur í grein Insider að eftir að hún hafi komið heim hafi áhyggjufullur meðleigjandi hennar afhent henni fræðsluefni um sértrúarsöfnuði en orðrómur var lengi á kreiki um að Miller starfrækti slíkan söfnuð í leiguíbúð sinni í Kópavogi. Að sögn Insider las hún þar meðal annars að leiðtogar sértrúarsöfnuða lofuðu fólki oft andlegri vakningu, einangruðu fórnarlömb sín og gáfu þeim efnislega hluti til þess að reyna að stjórna þeim. Hún segist hafa orðið mjög hrædd eftir lesturinn þar sem þetta „væri nákvæmlega það sem ég upplifði með Ezra.“ „Þetta voru einungis sex dagar en mér leið eins og þetta hafi verið mun, mun lengri tími.“ Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09 Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Greint hefur verið frá því að hið 29 ára Miller, sem er hvað þekktast fyrir að fara með hlutverk Flash í ofurhetjumyndum DC og Credence Barebone í Fantastic Beasts-kvikmyndaflokknum, hafi dvalið á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Dvöl Miller vakti víða fjölmiðlaathygli þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í Reykjavík og greint hefur verið frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Lýsir einni skelfilegustu vikunni í lífi sínu Auk þess að leigja Airbnb-íbúð í Kópavogi er Miller sagt hafa leigt hluta af Hótel Laugarbakka á Norðurlandi til þess að taka upp tónlist. Þar á hán að hafa kynnst áðurnefndri tónlistarkonu sem er hvergi nafngreind í umfjöllun Insider. Þar er haft eftir henni að Miller hafi boðið henni, þá átján ára, að hitta sig á hótelinu. Fyrsta daginn hafi þau og aðrir tónlistarmenn kyrjað heiðin kvæði, reykt gras og setið saman í heitum potti. Eftir hafa tekið þátt í trekanti með Miller og annarri konu hafi hán svo boðið henni að dvelja með sér á hótelinu. Tónlistarkonan var þar í alls sex daga og segir Insider að þetta tímabil hafi verið „ein af skelfilegustu vikunum í lífi [sínu].“ Hún tekur fram að hún hafi verið á slæmum stað á þessum tíma og bæði háð áfengi og fíkniefnum. Tónlistarkonan segir að Miller hafi sagt að hán elskaði hana eina stundina og svo kallað hana „andskotans ógeð“ þá næstu og lýsir hegðuninni sem sálrænu ofbeldi. Hún hafi þrisvar sinnum sofið hjá Miller sem hafi þá orðið „heltekinn af æxlunargetu hennar.“ Í tengslum við það hafi Miller tilbeðið „fullkomið“ leg hennar og oft talað við það, horft á það og faðmað, af því er fram kemur í umfjöllun Insider. Passað við lýsingar á leiðtogum sértrúarsafnaðar Tónlistarkonan segir að Miller hafi að þessu loknu reynt að sannfæra hana um að koma með sér til Hollywood en hún að endingu snúið aftur á heimili sitt í Reykjavík. Fram kemur í grein Insider að eftir að hún hafi komið heim hafi áhyggjufullur meðleigjandi hennar afhent henni fræðsluefni um sértrúarsöfnuði en orðrómur var lengi á kreiki um að Miller starfrækti slíkan söfnuð í leiguíbúð sinni í Kópavogi. Að sögn Insider las hún þar meðal annars að leiðtogar sértrúarsöfnuða lofuðu fólki oft andlegri vakningu, einangruðu fórnarlömb sín og gáfu þeim efnislega hluti til þess að reyna að stjórna þeim. Hún segist hafa orðið mjög hrædd eftir lesturinn þar sem þetta „væri nákvæmlega það sem ég upplifði með Ezra.“ „Þetta voru einungis sex dagar en mér leið eins og þetta hafi verið mun, mun lengri tími.“
Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09 Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. 9. ágúst 2022 09:09
Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent