Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 11:40 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/vilhelm Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19
Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31