Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:37 Yfirvöld í Íran segjast enga ábyrgð bera á banatilræðinu gegn Rushdie. Myndin er af æðsta leiðtoga Íran, Ali Khamenei. Getty/Íranska leiðtogaembættið Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48
„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25