Vilja biðlistabætur í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 13:30 Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram á síðasta borgarráðsfundi. Hildur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. vísir/vilhelm Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. „Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað. Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira