Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Alexandra Ýr van Erven skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun