Fékk heilblóðfall á heimsleikunum í CrossFit en vill keppa á næstu leikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 08:30 Dave Rempel annars vegar á sjúkrahúsinu og svo nokkrum dögum fyrr í myndatöku fyrir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@rem_fitdave Morning Chalk Up vefurinn fjallar um örlög eins keppandans á heimsleikunum CrossFit í ár en sem betur fer lítur út fyrir það að sagan ætli að enda mun betur en á horfðist. Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave)
CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira