Wellferðarríkið Ísland, er von? Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. ágúst 2022 08:01 Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun