Hraðlestinni á Lækjargötu lokað Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 11:58 Hraðlestin hefur rekið veitingastað á Lækjargötu síðan árið 2012. Nú er hins vegar komið að lokum þar. Hraðlestin Hinn sívinsæli veitingastaður Hraðlestin hefur ákveðið að loka veitingastað sínum á Lækjargötu. Síðasti opnunardagurinn verður á fimmtudaginn. Hraðlestin opnaði á Lækjargötu 8 árið 2012 eftir að hafa ráðist í umfangsmiklar endurbætur á húsinu. Þá hafði samnefndur veitingastaður verið rekinn á Hverfisgötunni í níu ár og er hann enn opinn í dag. Sá staður fagnar tuttugu ára afmæli á næsta ári. Nú er hins vegar komið að endalokum á Lækjargötu og segjast eigendurnir kveðja staðinn með tár í auga, en bros á vör. Í tilkynningu á Facebook-síðu Hraðlestarinnar segir að áratugurinn á Lækjargötu hafi verið afar indæll. „Á þessum áratug höfum við boðið vegfarendum að gægjast inn í menningarheim Indlands. Við höfum séð götuna opna og lokaða, tóma á tímum samkomutakmarkana og nú iðandi af lífi á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá hafa starfsmenn staðarins getað fylgst með hátíðarhöldum, maraþonhlaupurum, nýstúdentum og ferðamönnum fyrir utan gluggann. Í tilkynningunni segir að Hraðlestarfjölskyldan hafi breyst og kröfur viðskiptavina hafi þróast. Þeirra markmið sé og verður alltaf að þjóna gestum eins og best verður á kostið. „Kærar þakkir fyrir árin tíu. Við kveðjum Lækjargötuna með tár í auga en bros á vör og hlökkum til að sjá á hvaða áfangastað Hraðlestin lendir næst,“ segir í tilkynningunni en frá og með næsta föstudegi geta aðdáendur Hraðlestarinnar heimsótt stað þeirra á Hverfisgötu sem er nýuppgerður. Tímamót Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira
Hraðlestin opnaði á Lækjargötu 8 árið 2012 eftir að hafa ráðist í umfangsmiklar endurbætur á húsinu. Þá hafði samnefndur veitingastaður verið rekinn á Hverfisgötunni í níu ár og er hann enn opinn í dag. Sá staður fagnar tuttugu ára afmæli á næsta ári. Nú er hins vegar komið að endalokum á Lækjargötu og segjast eigendurnir kveðja staðinn með tár í auga, en bros á vör. Í tilkynningu á Facebook-síðu Hraðlestarinnar segir að áratugurinn á Lækjargötu hafi verið afar indæll. „Á þessum áratug höfum við boðið vegfarendum að gægjast inn í menningarheim Indlands. Við höfum séð götuna opna og lokaða, tóma á tímum samkomutakmarkana og nú iðandi af lífi á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá hafa starfsmenn staðarins getað fylgst með hátíðarhöldum, maraþonhlaupurum, nýstúdentum og ferðamönnum fyrir utan gluggann. Í tilkynningunni segir að Hraðlestarfjölskyldan hafi breyst og kröfur viðskiptavina hafi þróast. Þeirra markmið sé og verður alltaf að þjóna gestum eins og best verður á kostið. „Kærar þakkir fyrir árin tíu. Við kveðjum Lækjargötuna með tár í auga en bros á vör og hlökkum til að sjá á hvaða áfangastað Hraðlestin lendir næst,“ segir í tilkynningunni en frá og með næsta föstudegi geta aðdáendur Hraðlestarinnar heimsótt stað þeirra á Hverfisgötu sem er nýuppgerður.
Tímamót Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira