Kærir Kyrgios fyrir meiðyrði: „Lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2022 07:01 Nick Kyrgios hefur ekki verið þekktur fyrir að halda aftur að orðum sínum en nú gæti kjafturinn á honum verið búinn að koma honum í klandur. Simon Bruty/Anychance/Getty Images Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið ákærður fyrir meiðyrði eftir að hann bað dómara í leik hans gegn Novak Djokovic í úrslitum Wimbeldon mótsins að láta fjarlægja konu úr áhorfendastúkunni. Kyrgios var orðinn þreyttur á sífellum hrópum í konunni og bað dómarann að láta fjarlægja „þessa sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki.“ Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út. Tennis Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út.
Tennis Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira