Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2022 12:25 Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, segir að borgin verði að svara hvað standi til að gera varðandi framtíð skólastarfsins í Laugardal. Vísir Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. Þetta segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, í samtali við Vísi. Grunnskólar í borginni voru settir á mánudaginn og kom fram á vef borgarinnar að langfjölmennasti hópurinn, sem hafi hafið nám í fyrsta bekk í ár, væri í einmitt í Laugarnesskóla þar sem 93 börn hófu grunnskólagöngu sína. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Verðum að taka plásturinn af Sigríður Heiða átti fund með Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og nýjum formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, í gær og segir hún fundinn hafa verið ágætan og að það sé gott að Árelía væri að heimsækja skólana. Síðustu ár hefur verulega þrengt að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.Reykjavíkurborg „Ég sagði við hana að það yrði að taka þennan plástur af. Ég skil ekki af hverju hann er ekki tekinn af. Borgin þarf að ákveða hvað standi til að gera. Á sama tíma þarf að huga að því hver sé fórnarkostnaðurinn ef ætlunin er að stokka öllu upp. En þessi plástur verður að fara af. Við verðum að fá að vita hvað standi til því þessi óvissa er óþolandi og búin að vara allt of lengi.“ Hefur tekið ótrúlega langan tíma Sigríður Heiða segir að ekki verði að vænta svara um framhaldið frá borginni fyrr en eftir einhverjar vikur. „Mér finnst það svolítið sérstakt, það er verið að kostnaðargreina og áhættumeta þessar þrjár sviðsmyndir núna, en sú vinna átti að fara fram strax að lokinni skólastjóravinnunni fyrir einu og hálfu ári. En það er fyrst verið að gera það núna. Og svo þarf að taka ákvörðun um það hvaða sviðsmynd verði ofan á. Þetta er búið að taka alveg ótrúlega langan tíma,“ segir Sigríður Heiða. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Ofan í skúffu Sigríður Heiða segir ljóst að bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli séu gjörsamlega sprungnir. „Aftur á bak og áfram. Við höfum staðið í þeirri trú í mörg ár að nú eigi að fara að byggja við skólana okkar. Við höfum verið efst á listum yfir þá skóla sem þarf að byggja við. Ekkert gerist hins vegar. Samfélagið er búið að leggja mikla vinnu í forsagnir og fleira, en svo upplifir maður að þetta sé bara allt ofan í einhverri skúffu,“ segir Sigríður Heiða. Hún bendir sérstaklega á að stofur sem hýsa kennslu í listgreinum og sköpun séu löngu sprungnar. Sömuleiðis sé mötuneyti nemenda alveg sprungið. „Þessi vinna í verk- og listgreinum, sem hefur verið stolt íslenskra skóla, það er farið að þrengja verulega þeirri kennslu og það hefur verið að gerast í mörg ár. Við getum alveg bætt við færanlegum kennslustofum hérna á lóð Laugarnesskóla – hún getur tekið við fleiri stofum. En það er svo margt annað sem er sprungið.“ Byrjað á öfugum enda Allar áætlanir gera ráð fyrir að nemendum í Laugardal eigi eftir að fjölga mjög mikið. „Það sem kom okkur skólastjórnendum í skólunum þremur mjög á óvart þegar við vorum í þessari vinnu, var hvað átti að byggja mikið af nýjum íbúðum í og í grennd við Laugardalinn – Kirkjusandur, Blómavalsreiturinn, Borgartúnið, Listaháskólareiturinn og fleiri staðir. Það er búið að þétta byggðina mikið, en það hefur ekki verið hugað að innviðunum á undan. Það vantar leikskólapláss í hverfinu og það þarf að byggja við þessa skóla. Maður myndi halda að forgangurinn hefði átt að vera annar – huga að innviðum fyrst og svo hvernig eigi að byggja.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þetta segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, í samtali við Vísi. Grunnskólar í borginni voru settir á mánudaginn og kom fram á vef borgarinnar að langfjölmennasti hópurinn, sem hafi hafið nám í fyrsta bekk í ár, væri í einmitt í Laugarnesskóla þar sem 93 börn hófu grunnskólagöngu sína. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Verðum að taka plásturinn af Sigríður Heiða átti fund með Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og nýjum formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, í gær og segir hún fundinn hafa verið ágætan og að það sé gott að Árelía væri að heimsækja skólana. Síðustu ár hefur verulega þrengt að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.Reykjavíkurborg „Ég sagði við hana að það yrði að taka þennan plástur af. Ég skil ekki af hverju hann er ekki tekinn af. Borgin þarf að ákveða hvað standi til að gera. Á sama tíma þarf að huga að því hver sé fórnarkostnaðurinn ef ætlunin er að stokka öllu upp. En þessi plástur verður að fara af. Við verðum að fá að vita hvað standi til því þessi óvissa er óþolandi og búin að vara allt of lengi.“ Hefur tekið ótrúlega langan tíma Sigríður Heiða segir að ekki verði að vænta svara um framhaldið frá borginni fyrr en eftir einhverjar vikur. „Mér finnst það svolítið sérstakt, það er verið að kostnaðargreina og áhættumeta þessar þrjár sviðsmyndir núna, en sú vinna átti að fara fram strax að lokinni skólastjóravinnunni fyrir einu og hálfu ári. En það er fyrst verið að gera það núna. Og svo þarf að taka ákvörðun um það hvaða sviðsmynd verði ofan á. Þetta er búið að taka alveg ótrúlega langan tíma,“ segir Sigríður Heiða. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Ofan í skúffu Sigríður Heiða segir ljóst að bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli séu gjörsamlega sprungnir. „Aftur á bak og áfram. Við höfum staðið í þeirri trú í mörg ár að nú eigi að fara að byggja við skólana okkar. Við höfum verið efst á listum yfir þá skóla sem þarf að byggja við. Ekkert gerist hins vegar. Samfélagið er búið að leggja mikla vinnu í forsagnir og fleira, en svo upplifir maður að þetta sé bara allt ofan í einhverri skúffu,“ segir Sigríður Heiða. Hún bendir sérstaklega á að stofur sem hýsa kennslu í listgreinum og sköpun séu löngu sprungnar. Sömuleiðis sé mötuneyti nemenda alveg sprungið. „Þessi vinna í verk- og listgreinum, sem hefur verið stolt íslenskra skóla, það er farið að þrengja verulega þeirri kennslu og það hefur verið að gerast í mörg ár. Við getum alveg bætt við færanlegum kennslustofum hérna á lóð Laugarnesskóla – hún getur tekið við fleiri stofum. En það er svo margt annað sem er sprungið.“ Byrjað á öfugum enda Allar áætlanir gera ráð fyrir að nemendum í Laugardal eigi eftir að fjölga mjög mikið. „Það sem kom okkur skólastjórnendum í skólunum þremur mjög á óvart þegar við vorum í þessari vinnu, var hvað átti að byggja mikið af nýjum íbúðum í og í grennd við Laugardalinn – Kirkjusandur, Blómavalsreiturinn, Borgartúnið, Listaháskólareiturinn og fleiri staðir. Það er búið að þétta byggðina mikið, en það hefur ekki verið hugað að innviðunum á undan. Það vantar leikskólapláss í hverfinu og það þarf að byggja við þessa skóla. Maður myndi halda að forgangurinn hefði átt að vera annar – huga að innviðum fyrst og svo hvernig eigi að byggja.“
Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31
Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37