Það sem vel er gert í íslenskri heilbrigðisþjónustu Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun