Tekur gagnrýni Reykjanesbæjar til sín og segir úrbætur á lokametrunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 13:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu