Hjartabankinn - banki allra launþega Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 2. september 2022 19:01 Hjartabankinn er banki sem mig langar að labba inn í. Þar bíða mín starfsmenn sem eiga auðvelt að kalla fram bros þar sem þeim líður vel í vinnunni og þar sem þeim líður vel með þau störf sem þau inna af hendi. Þar bíður mín kaffi og hjartalaga súkkulaðimolar sem ég get ekki staðist um leið og ég lofa sjálfri mér að synda tvær aukaferðir seinna í sundinu. Hjartabanki er banki sem er annt um þá sem labba inn um þeirra dyr og sýnir það með allri sinni framkomu. Hjartabanki er falleg hugmynd sem er ekkert svo fjarlægur draumur ef málin spilast á ákveðinn veg í komandi kjaraviðræðum. Inn í lífeyrissjóði streyma 23 milljarðar í hverjum mánuði. Allur peningurinn kemur við inn í bönkunum og við það myndast margföldunaráhrif í bankakerfinu sem gerir bönkunum kleift að lána út verulegar fjárhæðir. Já og áður en þið besservissið, þá veit ég að þetta er ekki svona einfalt, en látum þetta fara út í loftið. Ef lífeyrissjóðir myndu stofna sinn eigin banka sem þeir ættu að fullu þá taka þeir af bönkunum valkosti til útlánastarfsemi. Hlutdeild lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa gæti aukist úr 22% í 100%. Ekki aðeins myndi þessi breyting skerða möguleika bankanna til útlánastarfsemi þá gæti nýji bankinn leyft sér að bjóða upp á annars konar útlán. Útlán sem byggja á öðrum grunni en það sem við þekkjum til í dag. Hægt væri að nota einfalda fasta vexti á lánin, eða breytilega vexti út frá viðmiðunum Seðlabankans. Hægt væri að ráða til sín snillinga sem reikna aðra vísitölu en þá sem við erum að nýtast við í dag. Hagstofan hefur ekki einkarétt á að setja fram vísitölu. Og nýju vístöluna mætti binda við útlán húsnæðislána. Það er hægt að gera alls konar skemmtilega hluti með nýjan banka. Mig langar til að benda á að ávöxtunarviðmið af útlánastarfsemi lífeyrissjóða er 3,5%. Það þarf ekki hærri ávöxtun, það þarf ekki að hafa græðgi í fyrirrúmi í útlánastarfsemi. Það er hægt að finna sanngjarnan milliveg. Sem er eitthvað sem hinn nýji banki gæti haft til viðmiðunar í sinni útlánastarfsemi. Ég er sammála þér Villi. Hækkun á lánsbyrði í boði Seðlabankans er fjárhagslegt ofbeldi á íslensk heimili. Búið er að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi húsnæðislána áratugum saman. Enginn með völd virðist þó vilja breyta þessu fyrirkomulagi. Ríkisstjórnin vill ekki standa fyrir breytingum, Seðlabankinn er mjög skotinn í uppáhalds valdatæki sínu í baráttu við verðbólguna og bankarnir og lífeyrissjóðir sitja bara hjá mjög ánægðir með sinn hlut í kökunni. Alls konar hagfræðingar og beturvitringar standa upp reglulega og verja fyrirkomulagið eins og það er, en staðreyndin er að þetta er fjárhagslegt ofbeldi. Ef menn eru ekki tilbúnir til að vinna með núverandi kerfi til að leita betri lausna fyrir íslensk heimili þá er spurning hvort það sé ekki kominn tími til að hugsa málin út frá öðru sjónarhorni. Þegar allt er komið í óskiljanlega klessu þá er stundum best að henda öllu í ruslið og byrja upp á nýtt. Stundum þurfa menn bara að ráðast að gera hlutina í stað þess að mikla vandann svona fyrir sér. Nýjar lausnir koma í ljós um leið og verkið er hafið. Hvað er rétt að gera fyrir þann sem upplifir langvarandi ofbeldi sem virðist engan enda ætla að taka? Ef við viljum stoppa ofbeldið þá verðum við að vera hugrökk og labba í burtu. Við getum tekið völdin sem við höfum veitt öðrum tilbaka og skapað okkar eigið fjármálaafl. Fjármálaafl sem slær í takti við hjarta launþega, Hjartabankann. Hættum að láta ríkisstjórnina, Seðlabankann, banka og lífeyrissjóði stjórnast með okkur með fjárhagslegu ofbeldi. Förum okkar eigin leiðir og sköpum okkar eigin valkosti með þeim peningum sem við höfum í hendi okkar. Draga verður lífeyrissjóði að samningsborðinu. Við getum ekki leyft risanum lengur að liggja í leti og fela sig frá samfélagslegri ábyrgð. Lífeyrissjóðurinn er okkar, en ekki bankanna. Ekki leyfa bönkunum að græða lengur pening á okkar kostnað. Villi, Ragnar og Sólveig. Þið eruð búin að vera svo sterk undanfarin ár. Og á næstu mánuðum mun verða reynt verulega á styrkinn ykkar. Það verður fullt af höndum upp á lofti ykkur til hjálpar ef þið leitið eftir því, en þið þurfið kannski að stíga fyrsta skrefið. Ég sendi á ykkur kærleiksengla. Vonandi finnst betri lausn en sú sem stendur til boða í dag. Að lokum, takk fyrir mig. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hjartabankinn er banki sem mig langar að labba inn í. Þar bíða mín starfsmenn sem eiga auðvelt að kalla fram bros þar sem þeim líður vel í vinnunni og þar sem þeim líður vel með þau störf sem þau inna af hendi. Þar bíður mín kaffi og hjartalaga súkkulaðimolar sem ég get ekki staðist um leið og ég lofa sjálfri mér að synda tvær aukaferðir seinna í sundinu. Hjartabanki er banki sem er annt um þá sem labba inn um þeirra dyr og sýnir það með allri sinni framkomu. Hjartabanki er falleg hugmynd sem er ekkert svo fjarlægur draumur ef málin spilast á ákveðinn veg í komandi kjaraviðræðum. Inn í lífeyrissjóði streyma 23 milljarðar í hverjum mánuði. Allur peningurinn kemur við inn í bönkunum og við það myndast margföldunaráhrif í bankakerfinu sem gerir bönkunum kleift að lána út verulegar fjárhæðir. Já og áður en þið besservissið, þá veit ég að þetta er ekki svona einfalt, en látum þetta fara út í loftið. Ef lífeyrissjóðir myndu stofna sinn eigin banka sem þeir ættu að fullu þá taka þeir af bönkunum valkosti til útlánastarfsemi. Hlutdeild lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa gæti aukist úr 22% í 100%. Ekki aðeins myndi þessi breyting skerða möguleika bankanna til útlánastarfsemi þá gæti nýji bankinn leyft sér að bjóða upp á annars konar útlán. Útlán sem byggja á öðrum grunni en það sem við þekkjum til í dag. Hægt væri að nota einfalda fasta vexti á lánin, eða breytilega vexti út frá viðmiðunum Seðlabankans. Hægt væri að ráða til sín snillinga sem reikna aðra vísitölu en þá sem við erum að nýtast við í dag. Hagstofan hefur ekki einkarétt á að setja fram vísitölu. Og nýju vístöluna mætti binda við útlán húsnæðislána. Það er hægt að gera alls konar skemmtilega hluti með nýjan banka. Mig langar til að benda á að ávöxtunarviðmið af útlánastarfsemi lífeyrissjóða er 3,5%. Það þarf ekki hærri ávöxtun, það þarf ekki að hafa græðgi í fyrirrúmi í útlánastarfsemi. Það er hægt að finna sanngjarnan milliveg. Sem er eitthvað sem hinn nýji banki gæti haft til viðmiðunar í sinni útlánastarfsemi. Ég er sammála þér Villi. Hækkun á lánsbyrði í boði Seðlabankans er fjárhagslegt ofbeldi á íslensk heimili. Búið er að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi húsnæðislána áratugum saman. Enginn með völd virðist þó vilja breyta þessu fyrirkomulagi. Ríkisstjórnin vill ekki standa fyrir breytingum, Seðlabankinn er mjög skotinn í uppáhalds valdatæki sínu í baráttu við verðbólguna og bankarnir og lífeyrissjóðir sitja bara hjá mjög ánægðir með sinn hlut í kökunni. Alls konar hagfræðingar og beturvitringar standa upp reglulega og verja fyrirkomulagið eins og það er, en staðreyndin er að þetta er fjárhagslegt ofbeldi. Ef menn eru ekki tilbúnir til að vinna með núverandi kerfi til að leita betri lausna fyrir íslensk heimili þá er spurning hvort það sé ekki kominn tími til að hugsa málin út frá öðru sjónarhorni. Þegar allt er komið í óskiljanlega klessu þá er stundum best að henda öllu í ruslið og byrja upp á nýtt. Stundum þurfa menn bara að ráðast að gera hlutina í stað þess að mikla vandann svona fyrir sér. Nýjar lausnir koma í ljós um leið og verkið er hafið. Hvað er rétt að gera fyrir þann sem upplifir langvarandi ofbeldi sem virðist engan enda ætla að taka? Ef við viljum stoppa ofbeldið þá verðum við að vera hugrökk og labba í burtu. Við getum tekið völdin sem við höfum veitt öðrum tilbaka og skapað okkar eigið fjármálaafl. Fjármálaafl sem slær í takti við hjarta launþega, Hjartabankann. Hættum að láta ríkisstjórnina, Seðlabankann, banka og lífeyrissjóði stjórnast með okkur með fjárhagslegu ofbeldi. Förum okkar eigin leiðir og sköpum okkar eigin valkosti með þeim peningum sem við höfum í hendi okkar. Draga verður lífeyrissjóði að samningsborðinu. Við getum ekki leyft risanum lengur að liggja í leti og fela sig frá samfélagslegri ábyrgð. Lífeyrissjóðurinn er okkar, en ekki bankanna. Ekki leyfa bönkunum að græða lengur pening á okkar kostnað. Villi, Ragnar og Sólveig. Þið eruð búin að vera svo sterk undanfarin ár. Og á næstu mánuðum mun verða reynt verulega á styrkinn ykkar. Það verður fullt af höndum upp á lofti ykkur til hjálpar ef þið leitið eftir því, en þið þurfið kannski að stíga fyrsta skrefið. Ég sendi á ykkur kærleiksengla. Vonandi finnst betri lausn en sú sem stendur til boða í dag. Að lokum, takk fyrir mig. Höfundur er launþegi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun