Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2022 11:00 Að skotgröfum undanskildum er lítið skjól að finna í Kherson. Getty/Wojciech Grzedzinski Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. Í stað þess að ráðast beint á víggirta varnarlínu Rússa vilji Úkraínumenn þess í stað beita Rússa í Kherson auknum þrýstingi á víglínunni, samhliða því að nota stórskotalið og eldflaugar til að grafa undan birgðaneti þeirra og einangra rússneska hermenn vestan við Dnipro-ána. Úkraínumenn hafa skemmt eða eyðilagt allar brýr yfir ána og gera árásir á ferjur Rússa og flotbrýr sem þeir reyna að gera yfir ána. Ukrainian artillery targeted Antonovsky Bridge and the Russian pontoon ferry next to it in the morning. #Kherson #UkraineRussiaWar pic.twitter.com/uzICo35uKh— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) September 4, 2022 Sérfræðingar segja milli fimmtán og 25 þúsund rússneska hermenn vera vestanmegin við ána en Wall Street Journal, (áskriftarvefur) segir að takist Úkraínumönnum að einangra hermennina væri mögulegt að þvinga þá til að gefast upp eða flýja. Úkraínumenn vilji ekki þurfa að taka Kherson-borg með því berjast um hana, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Slíkt myndi kosta mörg mannslíf og valda mikilli eyðileggingu. „Það liggur ekkert á,“ segir Oleksiy Arestovych, ráðgjafi forseta Úkraínu við WSJ. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Ráðamenn í Kænugarði verjast allra fregna af gagnsókninni en fregnir hafa þó borist af því að her Úkraínu hafi sótt fram gegn Rússum á nokkrum stöðum í Kherson og hefur það verið stutt af myndböndum sem hermenn hafa birt á samfélagsmiðlum. Yfirburðir Rússa þegar kemur að stórskotaliði eru enn miklir og Kherson er mjög flatt hérað. Lítið er um skjól fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa, að skotgröfum undanskildum. Það felur í sér að Úkraínumenn eru auðveld skotmörk fyrir rússneskt stórskotalið en nái úkraínskir hermenn að reka Rússa úr skotgröfum sínum, snýst taflið við. Þá eru rússneskir hermenn auðveld skotmörk fyrir úkraínskt stórskotalið. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja ummæli viðmælenda WSJ styðja greiningu þeirra um að gagnsókn Úkraínumanna muni ekki skila umtalsverðum árangri á skömmum tíma. Hún snúist meira um það að draga úr getu rússneska hersins en að hernema stór landsvæði. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Í stað þess að ráðast beint á víggirta varnarlínu Rússa vilji Úkraínumenn þess í stað beita Rússa í Kherson auknum þrýstingi á víglínunni, samhliða því að nota stórskotalið og eldflaugar til að grafa undan birgðaneti þeirra og einangra rússneska hermenn vestan við Dnipro-ána. Úkraínumenn hafa skemmt eða eyðilagt allar brýr yfir ána og gera árásir á ferjur Rússa og flotbrýr sem þeir reyna að gera yfir ána. Ukrainian artillery targeted Antonovsky Bridge and the Russian pontoon ferry next to it in the morning. #Kherson #UkraineRussiaWar pic.twitter.com/uzICo35uKh— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) September 4, 2022 Sérfræðingar segja milli fimmtán og 25 þúsund rússneska hermenn vera vestanmegin við ána en Wall Street Journal, (áskriftarvefur) segir að takist Úkraínumönnum að einangra hermennina væri mögulegt að þvinga þá til að gefast upp eða flýja. Úkraínumenn vilji ekki þurfa að taka Kherson-borg með því berjast um hana, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Slíkt myndi kosta mörg mannslíf og valda mikilli eyðileggingu. „Það liggur ekkert á,“ segir Oleksiy Arestovych, ráðgjafi forseta Úkraínu við WSJ. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Ráðamenn í Kænugarði verjast allra fregna af gagnsókninni en fregnir hafa þó borist af því að her Úkraínu hafi sótt fram gegn Rússum á nokkrum stöðum í Kherson og hefur það verið stutt af myndböndum sem hermenn hafa birt á samfélagsmiðlum. Yfirburðir Rússa þegar kemur að stórskotaliði eru enn miklir og Kherson er mjög flatt hérað. Lítið er um skjól fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa, að skotgröfum undanskildum. Það felur í sér að Úkraínumenn eru auðveld skotmörk fyrir rússneskt stórskotalið en nái úkraínskir hermenn að reka Rússa úr skotgröfum sínum, snýst taflið við. Þá eru rússneskir hermenn auðveld skotmörk fyrir úkraínskt stórskotalið. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja ummæli viðmælenda WSJ styðja greiningu þeirra um að gagnsókn Úkraínumanna muni ekki skila umtalsverðum árangri á skömmum tíma. Hún snúist meira um það að draga úr getu rússneska hersins en að hernema stór landsvæði.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24
Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42
Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47